Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 1. nóvember 2023 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson,
Sigurður Þór Sigursteinsson, Rósa Marinósdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.
Fundargerð frá 18. október 2023 lögð fram og samþykkt.
- Vinna við rekstraráætlun.
Fjallað um vinnu við rekstraráætlun fyrir árið 2024.
- Fundur með persónuverndafulltrúa HVE 25. okt.
Rætt um fund með persónuverndarfulltrúa HVE sem haldinn var þann 25. október s.l..
Fram kom hjá JFJ að á næstu vikum þurfi að endurskoða persónuverndarstefnu HVE í samráði við persónuverndarfulltrúann, þá þarf að rýna og taka saman alla vinnslusamninga sem í gildi eru.
Á fundinum var að auki rætt um skipan nefndar um stafræna skráningu, aðgengi sjúklinga að sjúkraskrám sínum, rafræna vöktun og öryggi gagna almennt.
- Formleg opnun hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi 2. nóvember.
Formleg opnun hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi verður fimmtudaginn 2. nóvember.
JFJ sagði frá dagskránni, fram kom að gera megi ráð fyrir allt að 80 gestum. HG mun taka að sér fundarstjórn, en skipulag er að mestu í höndum starfsmanna í Stykkishólmi.
- Endurskoðun nefnda HVE – Nefnd um stafræna skráningu og upplýsingaöryggi.
Fjallað um tillögur SES um skipan í nefnd um starfræna skráningu og upplýsingaöryggi. Áður hét þessi nefnd stýrihópur um rafræna sjúkraskrá.
Tillagan gerir ráð að eftirtöldum í nefndina: Framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, fulltrúi skrifstofu, fulltrúi tölvudeildar, fulltrúi heilbrigðisgagnafræðinga og tveimur fulltrúum frá starfsmönnum, einn frá heilsugæslusviði og einn frá sjúkrasviði, læknir og hjúkrunarfræðingur. Samtals 7 manna nefnd.
Hlutverk nefndarinnar er að framfylgja stefnu HVE varðandi rafræna skráningu og upplýsingaöryggi. Hafa eftirlit með skráningu og aðgengi í rafrænum kerfum. Samskipti við persónuverndarfulltrúa og embætti landlæknis varðandi rafræna skráningu og upplýsingaöryggi. Fundar reglulega og skráir fundargerðir. Regluleg skýrsla til forstjóra/framkvæmdastjórnar.
JFJ mun senda viðkomandi skipunarbréf.
- Afgreiðslutími í móttökum heilsugæslustöðva.
Rætt um afgreiðslutíma í móttöku heilsugæslustöðva, erindi frá Ólafsvík lagt fram, en þar er óskað eftir því að afgreiðslunni sé lokað kl. 12 á hádegi á föstudögum vegna styttingar vinnutíma.
Farið var yfir málið og hvort stefna beri að því að setja slíka opnun víðar.
Rætt um að setja þetta upp til prufu á ákveðnum starfsstöðvum, málefnið frekar rætt á næsta fundi.
- Mannauðsmál
a. Beiðni frá tölvudeild um viðbótarmannafla. (ÁÁ)
b. Ráðningar og námsleyfi starfsmanna á öðrum deildum en þar sem aðalstarf er. (HG)
c. Moodup
SÞS fjallaði um Moodup – starfsánægjukerfi, kynnti niðurstöður síðustu könnunar, samtals voru 79% starfsmanna sem svöruðu síðustu könnun sem fór fram í september. Heildarniðurstaða var 7,3 miðað við 7,7 hjá öðrum stöðum sem nota þetta kerfi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:05
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.