Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 3. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.
- Rekstraráætlun og fjárlög 2024, framvinda.
Fjallað um rekstaráætlun og fjárlög ársins 2024.
Rætt var um rekstur og þjónustu almennt.
- Undirbúningur að formlegu gæða- og umbótastarfi samkvæmt umbótaáætlun.
SES kynnti undirbúningsvinnu að gæða- og umbótastarfi.
Fram kom að næstu skref yrðu aðalega þríþætt. Fyrst yrði kynning á gæðaáætlun landlæknis með starfsmönnum, haldin verður vinnufundur um gæðavinnu og staðla á heilbrigðisstofnunum og svo þarf að finna og skipa gæðaverði og gæðastjóra. Fundur verður þann 14. eða 21. janúar næst komandi.
Rætt um málefnið.
- Verkefni innan hjúkrunar á heilsugæslusviði.
HG ræddi um breytingar á verkefnum innan hjúkrunar á heilsugæslusviði, en nú hefur staða sviðsstjóra heilsugæslu hjúkrunar verið lögð niður í tengslum við starfslok fyrrverandi sviðsstjóra. HG benti á að nú væru komnir inn verkefnastjórar innan sviðsins og að hluti verkefna fari á borð framkvæmdastjóra hjúkrunar.
Þá var umræða um læknaþáttinn í sama samhengi, en sviðstjóri lækninga á heilsugæslu hefur ekki verið skilgreindur í nokkur ár.
Fram kom í umræðunni að þessar stöður sviðstjóra voru barn síns tíma, m.a. í tengslum við sameiningu á starfsstöðvum og skipulagi starfsins.
Umræða var um notkun og þróun sjúkraskrárkerfa.
- Ákall heilbrigðisráðuneytis um daglega stöðuskýrslu til ráðuneytis.
Fjallað um ákall heilbrigðisráðuneytis um mögulega aðkomu HVE gagnvart vanda Landsspítala. Fram kom hjá JFJ að heilbrigðisráðherra hafi haft samband í síðustu viku vegna málsins. Samskipti hafa verið við innlagnarstjóra Landspítala og fleiri undanfarið.
Lögð fram stöðuskýrsla HVE unnin af SES um stöðu legudeilda hverju sinni, sem gerð var í samræmi við fyrirspurn ráðuneytis.
Rætt um málefnið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.