Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn miðvikudaginn 24. janúar 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður Einar Sigurðsson var við störf í Grundarfirði.
Dagskrá.
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 18. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.
2. Rekstraráætlun 2024
Fjallað um rekstraráætlun. Fram kom að fundur verði með ráðuneytinu þann 30. janúar.
3. Gjafir frá Hollvinasamtökum HVE á Hvammstanga, lagt fram.
Lagt fram gjafabréf frá Hollvinasamtökum HVE Hvammstanga, dags. 28. desember 2023 vegna gjafa sem voru afhentar á árunum 2021 til 2023 alls að verðmæti kr. 2.956.705,-
Um var að ræða 5 dýnur í sjúkrarúm að verðmæti, kr. 345.400,-, vog fyrir hjólastóla og fleira að verðmæti kr. 703.588,-, hvíldarstóll fyrir sjúklinga að verðmæti kr. 229.750,-, tveir þvottavagnar að verðmæti kr. 169.434,- og hjartalínurit ásamt búnaði að fjárhæð kr. 1.508.533,-
Þá var lagt fram þakkarbréf dags. 31. desember 2023 þar sem samtökunum voru færðar hlýjar þakkir fyrir góðar gjafir.
4. Erindi um möguleika á félagsráðgjafa á HVE
Lagt fram erindi Sigurbjargar Bragadóttur, yfirlæknis í Borgarnesi og möguleika á að ráða félagsráðgjafa til starfa á HVE.
Málefnið rætt, samþykkt að SÞS fundi með læknum í Borgarnesi vegna málsins.
5. Mannauðsmál
a. Auglýsingar eftir starfsmönnum.
Rætt um auglýsingar eftir starfsmönnum, bæði í föst störf og afleysingar.
b. Legudeildir.
HG ræddi um rekstur og starfsmannahald á handlækningadeild og kvennadeild.
c. Orlofsmál.
Rætt um orlofsmál og stöðuna núna. Samþykkt að setja upp reglur um frítöku starfsmanna. Þá var umræða um frítöku vegna uppsafnaðrar yfirvinnu. Gildistími nýrra reglna mun verða frá 1. maí n.k.
d. Opnunartímar heilsugæslu.
Umræða var um opnunartíma heilsugæslunnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.