Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 31. janúar 2024 kl. 8:30
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir kom til fundar kl. 9:10.
Dagskrá:
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 24. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.
2. Rekstraráætlun og fjárlög 2024.
Rætt um rekstraráætlun og fjárlög ársins 2024. Áætlun gerði ráð fyrir um 82 m.kr. rekstrarhalla eftir ítarlega endurskoðun hennar. Þar af nemur hallinn um 31 m.kr. á heilsugæslusviði og 51 m.kr. á hjúkrunarsviði. Eftir fundi með ráðuneyti dagana 29. og 30. janúar var það gert ljóst að eins og staðan er í dag, þá verði stofnunin að hagræða til að ná áætlun niður í fjárlög. Áætlaður halli verður því settur í óráðstafaðan niðurskurð.
3.Beiðni frá lögreglustjóranum á Vesturlandi um svæðisbundið samráð gegn heimilisofbeldi
Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Vesturlandi dags. 24. janúar 2024 þar sem óskað er eftir að HVE undirriti samsarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi, í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu.
Við svæðisbundið samráð verður lögð áhersla á að byggja starfið á sameiginlegu stöðumati um ástand á hverju svæði fyrir sig. Gerð verður viðbragðs- og framkvæmdaáætlun fyrir hvert svæði og hvern samstarfsaðila, mótuð sameiginleg markmið og eftirfylgni tryggð.
Rætt um málefnið. JFJ mun skoða málið ferkar.
4. Framlenging á samkomulagi við SÍ um sálfræðiþjónustu – lagt fram
Lögð fram drög að framlengingu á samkomulagi á milli SÍ og HVE um tilvísanir í sálfræðimeðferð.
Samningurinn hefur verið undirritaður.
5. Verklag við afgreiðslu beiðna frá VIRK
Rætt um verklag við afgreiðslu beiðna frá VIRK í vinnuprófun.
SÞS fór yfir málefnið.
Fram kom að hugmyndir um innleiðingu á vinnuprófun þeirra sem eru að ljúka meðferð hjá VIRK um allt að 50% starf í 6 til 8 vikur án launakostnaðar stofnunar í tengslum við endurhæfingaráætlun.
Við gerð svona samninga hjá VIRK þá bera samtökin fulla húsbóndaábyrgð á viðkomandi, einnig gagnvart mögulegum skemmdum á búnaði og fleira.
Samþykkt að SÞS muni vinna frekar að málinu.
6. Biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir, færsla sjúklinga af biðlista HVE yfir til einkaaðila.
Fjallað um erindi Sverris Þórs Kiernan yfirlækni bæklunarskurðlækninga HVE varðandi færslu sjúklinga af biðlista yfir til einkaaðila.
Málinu frestað, JFJ, SES og ÁÁ klára málið þann 1. febrúar 2024.
7. Mannauðsmál
1.1 Sumarstörf.
Farnar eru auglýsingar út fyrir sumarstörf fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, þá fóru einnig auglýsingar út um sjúkraflutningamenn.
1.2 Nemar heilbrigðisgagnafræðinga.
SÞS kynnti að nemi í heilbrigðisgagnafræði væri væntanlegur í Ólafsvík og Stykkishólm.
1.3 Moodup könnun.
SÞS er að vinna að því að setja út niðurstöðu könnunarinnar til starfsmanna.
Rætt um niðurstöður og ábendingar.
1.4 Myndbönd vegna auglýsingu starfsmanna.
Rætt um birtingu myndbanda.
1.5 Cato innleiðing f. Krabbameinslyfjagjafir.
Rætt um innleiðingu á Cato fyrirmælakerfi vegna samstarfs við Landspítala vegna krabbameinslyfja.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.