Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 7. febrúar 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 31. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.
2. Rekstraráætlun 2024
Rekstaráætlun fyrir árið 2024 var samþykkt þann 2. febrúar 2024. Með um 82 m.kr. niðurfærslu, 31 m.kr. á heilsugæslusviði annars vegar og 51 m.kr. á hjúkrunarsviði hins vegar.
JFJ fór yfir drög að minnisblaði vegna rekstraráætlunar og áhættumats ársins.
3. Vinna við drög að gæðastefnu og undirbúningur gæðadags.
Rætt um vinnu við undirbúning gæðadagsins sem halda á þann 14. febrúar n.k.
Fundinum verður streymt frá fundarstofunni á Akranesi í gegnum workplace.
Þá var umræða um gæðaráð og samþykkt að stofna 7 manna gæðaráð til tveggja ára. Tryggja þarf að skipting starfsmanna verði þvert á starfsemi og þjónustuþætti HVE.
Lögð fram minnisatriði frá fundi HG, JFJ og SES frá 6. febrúar s.l. vegna gæðastefnu.
Þá var farið yfir drög að gæðastefnu, dags. 6. febrúar 2024. Gæðaráð mun svo klára endanlega.
4. Öryggismál og starfsumhverfi á HVE
Fjallað var um öryggismál og starfsumhverfi HVE.
Öryggisnefnd HVE hefur verið boðuð til fundar þann 6. mars með framkvæmdastjórn.
Rætt um málefnið.
5. Biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir, erindi til HRN lagt fram.
Lagt fram erindi til HRN vegna liðskiptaaðgerða.
Borið hefur á því að aðrir staðir hafi sótt sjúklinga af biðlistum HVE til aðgerðar annar staðar, jafnvel sjúklinga sem þegar hafa fengið úthlutuðum aðgerðardegi hér. Þetta samræmis ekki þeim viðmiðum sem Embætti landlæknis hafði áður sett um „eðlilegan“ biðtíma.
6. Mannauðsmál
a. Ferðastyrkir
Rætt um ferðastyrki eða samgöngugreiðslur til starfsmanna sem búa umfram 30 km. frá vinnustaðnum. Samþykkt að gjaldið verði fært í kr. 6.000,- frá og með 1. febrúar 2024. Árlegur kostnaður vegna þessa mun því fara úr tæpum 12 m.kr. á ári í um 23,5 m.kr. á ári. Framvegis mun svo gjaldið hækka m.v. launavísutölu, næst í janúar 2025.
b. Starfsemin í sumar
Fjallað um starfsemin í sumar. Hefja þarf greiningu á mönnun og þjónustu nú í sumar hið allra fyrsta. Umræða var um skurðaðgerðir og fleira. Settur verði fundur málsaðila allra næstu daga.
c. Rætt um myndgreiningu.
Skoðað verður hvort gæsluvakt verði tekin upp 24/7 alla daga og deildin opin til kl. 16:00 alla virka daga. Nú er vakt virka daga til kl.23. Aukin kostnaður vegna þessa yrði um það bil 7 til 10 m.kr. á ári með áætluðum útköllum.
Samþykkt að ÁÁ taki upp viðræður við geislafræðinga um styrkingu á vakt og viðveru deildarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.