Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðust fundargerðar.
Fundargerð frá 14. febrúar 2024 lögð fram og samþykkt.
- Starfsemin sumarið 2024.
a. Starfsemi legudeilda og skurðstofu á Akranesi.
Rætt um starfsemi og mönnun legudeilda og skurðstofu á Akranesi. HG fór yfir stöðuna eins og hún er núna með tilliti til afleysinga í sumar. En fram kom að erfiðlega gengi að fá starfsmenn til afleysinga.
Umræða var um mannahald og veikindi á skurðdeild og svæfingu.
Þá var einnig umræða um launakjör sérhæfðra hjúkrunarfræðinga hér á HVE í samanburði við LSH, fram kom að þegar málið var skoðað í samanburði, þá eru kjör hér eins góð eða jafnvel betri.
Samþykkt að flýta því eins og hægt er að auglýsa eftir sérhæfðum hjúkrunarfræðingum erlendis hið allra fyrsta. Enda er það markmið að hægt verði að hafa þrjár skurðstofur opnar 5 daga vikunnar, en nú er ein skurðstofan lokuð fimmtudag og föstudag í hverri viku.
b. Heilsugsælustöðvar um svæðið.
- Fjarhjúkrun vegna vöntunar og engar afleysingar fáanlegar.
HG sagði frá því að nú í sumar væru horfur á að ekki hafi fengist hjúkrunarfræðingur í sumar í Ólafsvík.
Þá fjallaði hún um mögulega fjarþjónustu hjúkrunarfræðings á stöðum sem erfiðlega hefur gengið að manna. En það er ljóst að erfiðlega gengur almennt að manna suma staði með hjúkrunarfræðingum sem og lækna. Minnti á að svipað fyrirkomulagi hafi verið Covid árin og það haf gengið ágætlega.
- Endurskipulagning þjónustu, samvinna og samstarf heilsugæslustöðva.
Rætt um samstarf á milli stöðva, m.a. með tilliti til fjarþjónustu og fleira.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.