Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 10:00.

 

Mættir:    Jóhanna F. Jóannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.   Hulda Gestsdóttir er forfölluð.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 21. febrúar lögð fram og samþykkt.

 

2. Rekstrarfundur með HRN

Farið yfir efni rekstrarfundar með HRN sem haldin var þann 27. febrúar s.l..

Fram kom að vinna væri í gangi í ráðuneytinu um að hækka fjárveitingar til HVE vegna hjúkrunarrýma.  Meðal annars væri í skoðun að hækka RAI mat stofnana.

Rætt var um rukkun Umbra áður Ýmislegt á vegum fjármálaráðuneytisins vegna reikninga frá árinu 2019 og 2020 vegna Microsoft leyfa, samtals að fjárhæð 26 m.kr.   Fram kom hjá JFJ og ÁÁ að umræddum reikningum hafi verið hafnað í upphafi þar sem þeir höfðu verið rangir og fyrir vöru og þjónustu sem HVE hafði ekki fengið í hendur.

 

3. Þjónustukönnun SÍ fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni.

Þjónustukönnun SÍ fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni lögð fram. Rætt var um niðurstöðu þjónustukönnunarinnar.

Samþykkt að stefna að fara yfir könnunina með yfirmönnum staða fljótlega eftir páska. Könnunin verður jafnframt send yfirmönnum á heilsugæslustöðvum nú næstu daga.

 

4. Ársskýrsla og uppgjör 2023

Rætt um ársskýrslu og uppgjör ársins 2023. Samþykkt að ársskýrslan nú verði gefin út í tveimur hlutum, styttri útgáfu fyrir almenning og ítarlegri skýrsla fyrir starfsmenn.

Þá verður stefnt að því að halda ársfund í lok maí.

 

5. Ráðstefna um samvinnu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis 18. mars.

Lögð fram dagskrá ráðstefnu sem haldin verður 18. mars n.k. á vegum ríkislögreglustjóra og heilbrigðisráðuneytis um heimilisofbeldi.   Ráðstefnan ber nafnið „Á ég að gera það?“ og er hún haldin fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfis og lögreglu.

 

6. Mannauðsmál

6.1 Starfsemin legudeilda á Akranesi í sumar.

6.2 Fundur SES með Ríkiskaupum um nýsköpun.

SES fjallaði um fund sinn með Ríkiskaupum vegna nýsköpunar í opinberri þjónustu. Fram kom að hann væri einn af 20 manna hópi nú en á næsta fundi ætti hver fulltrúi að skipa einn með sér til viðbótar, lagt til að hann ræði við Ágústu verkefnisstjóra um að koma í hópinn.

Þá mun SES setja sig í samband við yfirmann upplýsingamála hjá Landspítala um sjálfvirkni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.