Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 27. mars 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 13. mars 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Fjallað um fjármál og rekstur ársins.
- Fyrirspurn vegna bakvakta sjúkraflutninga og brunavarna í Snæfellsbæ og í Grundarfirði
Lögð fram fyrirspurn HLH ráðgjafar um möguleg samlegðaráhrif á vöktum sjúkraflutninga og sjúkraflutninga hjá Snæfellsbæ og Grundarfirði. Rætt um málefnið og samþykkt að verða við beiðni þeirra um fund.
- Erindi frá skurð- og svæfingadeild vegna vinnutilhögunar í júlímánuði 2024
Lagt fram erindi frá skurð- og svæfingadeild um mögulega vinnutilhögun í júlí 2024.
Rætt um málefnið og samþykkt að stefna að skipulagi í samræmi við erindið. Fundað verður með málsaðilum n.k. miðvikudag kl. 15:00.
Þá ræddi HG um vandamál með mönnun á legudeildum í sumar, fram kom að ekki næðist að fullmanna stöður hjúkrunarfræðinga í Stykkishólmi og Hvammstanga.
Umræða var almennt um þjónustuna í sumar.
- Upplýsingamiðstöð HH, 1700 síminn og innleiðing á HVE
Rætt um þjónustu hjá upplýsingamiðstöð HH með 1700 símann og innleiðingu hjá HVE. Fyrirhugaður er fundur hjá HH n.k. þriðjudag, 2. apríl kl 11:00.
- Frágangur auglýsingar fyrir gæðastjóra HVE
Fjallað um frágang á auglýsingu fyrir gæðastjóra HVE í fullt starf.
- Mannauðsmál
a) Geðheilsuteymið á Akranesi.
SÞS sagði frá fjarveru geðlæknis. Þá hefur sálfræðingur sagt starfi sínu lausu, einnig hefur iðjuþjálfi óskað eftir að fara út úr geðteymi. Samkvæmt þessu þá er þjónusta teymsins í algjöru uppnámi.
Rætt um málefnið. SES og SÞS taka næstu skref í málinu.
b) Starfsþróunaráætlun starfsmanna
SÞS fjallaði um mögulega starfsþróun starfsmanna og fjallaði um mögulega aðkomu vinnustaðaskóla Akademias.
Fram kom að Akademias biði upp á greiningu og lærdómshönnun án kostnaðar og án skuldbindingar.
Heildar kostnaður á ári samkvæmt samningi vegna vinnusskólaáskrift er 2,9 m.kr. á ári, en hægt er að sækja um endurgreiðslur fyrir hvern starfsmann í gegnum stéttarfélög og starfs- og þróunarsjóði
Samþykkt að stefna að því að ganga til samninga við Akademias um greininguna.
c) Sjúkraflutningar
Rætt um afleysingar nú í sumar.
d) Uppsögn deildarstjóra tölvudeildar.
Fram kom að Sólberg Fannar hefur sagt upp starfi sínu sem deildarstjóri tölvudeildar.
e) Málefni sjúkraflutninga.
SÞS fjallaði um málefni sjúkraflutninga. Umræða var um málefnið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:05
Ásgeir Á. ritaði fundar.