Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 3. apríl 2024 kl. 9:00 um Teams.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 27. mars 2024 lögð fram og samþykkt.
- Undirbúningur fundar með sveitarstjórnum í Grundarfirði og Ólafsvík 10. apríl
Fjallað um undirbúning fundar með sveitarstjórnum í Grundarfirði og Ólafsvík þann 10. apríl.
Þá var rætt um að HVE myndi móta dagskrá til að vinna eftir.
Samþykkt að auglýsa eftir einum yfirlækni fyrir Ólafsvík og Grundarfjörð.
- Undirbúningur fundar með yfirmönnum um sumarstarfsemi 3. apríl kl 15:00
Fjallað um fund með yfirmönnum HVE um sumarstarfsemi.
- Mannauðsmál
a) Silfurtún
HG ræddi um Silfurtún, fram kom hjá henni að mjög erfitt væri að manna heimilið núna og aðeins væri einn starfsmaður í húsi á næturvakt. Að jafnaði hafa verið 11 vistmenn á heimilinu en nú eru 10, fast er sótt að einn fái innlögn þar.
HG er falið að klára málið.
Þá ræddi hún um mönnun á hjúkrunarheimilum á öðrum stöðum hjá HVE nú í sumar. En víðast hefur gegnið erfiðlega að manna.
b) Geðteymi HVE
Rætt um þjónustu geðlæknis í geðteyminu. Samþykkt að taka samtalið við lækni á heilsugæslunni á Akranesi um aðkomu í teymið, þó viðkomandi sé ekki geðlæknir en viðkomandi verði tryggð tengsl við slíka sérgrein.
c) Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar.
Fram kom hjá SÞS að 3 aðilar hafi sótt um stöðuna.
d) Tölvuþjónusta HVE.
Rætt um uppsögn deildarstjóra tölvudeildar hjá HVE.
Fram kom að ÁÁ væri að skoða málið.
e) Aðalskrifstofa.
Fram kom að aðalbókari HVE, Dagrún Dagbjartsdóttir hefur sagt upp starfi sínu frá og með 31. mars að telja.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.