Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 24. apríl kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.       

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 3. apríl 2024 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/

Fjallað um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029.

 

  1. Þjónustan í Grundarfirði og Ólafsvík og skipulag hennar, næstu skref.

Rætt um þjónustuna í Grundarfirði og Ólafsvík.  

Vinnufundur framkvæmdastjórnar verður 8. maí n.k. og þann 14. maí  með starfsmönnum um sameiningu þjónustu heilsugæslustöðvanna í Grundarfirði og Ólafsvík.  

 

  1. Þjónustukönnun ríkisstofnana og möguleikar HVE til að nýta hana fyrir einstök svið.

JFJ fór yfir þjónustukönnun ríkisstofnana og möguleika HVE til að nýta hana.   Mögulegt er fyrir HVE að nota þessa könnun fyrir lítinn tilkostnað, niður á svið eða jafnvel einstaka deildir.

 

  1. Upplýsingar frá sýkingavarnarnefnd HVE.

Lögð fram samantekt frá sýkingarvarnarnefnd.  Fram kom hjá HG að nefndin óski eftir fundi með framkvæmdastjórn.  Þá var umræða um fatnað og langerma sloppa. 

Samþykkt að verða við þessari beiðni.  HG mun boða sýkingarvarnarnefnd til fundar þann 22. maí.

 

  1. Lyfjatengdar hugbúnaðarlausnir.

SES ræddi um lyfjatengdar hugbúnaðarlausnir.

Samþykkt að fá kynningu á þessum lausnum.

 

  1. Mannauðsmál.

 

a) Moodup – starfsánægjukönnun.

SÞS fjallaði um yfirlit starfsánægjukönnun sem gerð er í Moodup nú í apríl.

 

 

b) SÞS ræddi um Akademius, sem er starfsþróunarplan fyrir starfsmenn.

Samþykkt að taka aðgang til eins árs.  SÞS fer yfir málið.

 

c) Ráðningar í lausar stöður.

Yfirmaður heilbrigðisgagandeildar.  SÞS ræddi um málið, en unnið er að ráðningu.

Gæðastjóri, frestur rann út þann 22.apríl.   18 umsóknir bárust um stöðina.

Kerfistjóri, er í ferli, rennur út 26. apríl.

Aðalbókari, er í ferli, rennur út 26. apríl.

 

d) Starfsmannamál.

 

Stykkishólmur

HG sagði frá því að hjúkrunarfræðingur haf sagt upp starfi sínu á legudeildinni í Stykkishólmi. Sagði frá því að vandamál væri almennt með mönnun á deildinni. 

Silfurtún Búðardal.

HG ræddi um Silfurtún, en þar er mönnun mjög slæm.

Ólafsvík.

HG sagði frá því að unnið væri að mönnun í stöður hjúkrunarfræðinga þar, en sumarið lítur betur út núna en verið hefur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.