Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 9:30.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 22. maí 2024 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Úttekt á bæklunarlækningum HVE 30. maí 2024, undirbúningur

SES fór yfir áætlanir um sérnám fyrir lækna á Akranesi, en sótt hefur verið eftir því að fá tvær stöður sérnámslækna, annars vegar í bæklunarlækningum og kvenlækningum. Fram kom að umsóknin vegna bæklunarlækninga var unninn í samstarfi við bæklunarsvið Landsspítala.

 

Formaður mats- og hæfisnefndar, Ólafur Baldursson og fulltrúar nefndarinnar, þau Andrea Jónsdóttir starfsmaður nefndarinnar, Jórunn Atladóttir skurðlæknir og Katrín Fjeldsted læknir, koma til fundar með stjórnendum HVE, bæklunarlæknum, yfirmönnum handlækninga- skurð- og svæfingadeildar þann 30. maí n.k., mun jafnframt fá leiðsögn sem sýnir móttöku, flæði, meðferð, skurðaðstöðu, umönnun, útskrift og eftirfylgni sjúklinga.

 

Þá kom fram að sótt hafi verið eftir því að fjölga sérnámsgrunnlæknum á Akranesi um tvo, fara úr fjórum í sex. Einnig hefur verið sótt um að sérnámslæknar í heilsugæslu fái að taka hluta náms síns á deildum hér á Akranesi.

Umræða var um að nauðsynlegt verði að tryggja fjármagn með þessum námsstöðum.

 

  1. Upplýsingar frá Hvammstanga varðandi undirbúnings samnings vegna Gott að eldast

JFJ fjallaði um fund sem haldinn þann 15. apríl á Hvammstanga um verkefnið Gott að eldast og undirbúning samstarfssamnings um málefnið.   Þannig verði aukið samstarf á milli sveitarfélags sem sinnir félagsþjónustu og heilbrigðisstofnunar um heimahjúkrun og fleira.

Rætt um málefnið.   

 

  1. Mannauðsmál

Rætt um mannauðsmál.

 

  1. Sumarfrí framkvæmdastjórnar: Síðasti fundur fyrir sumarleyfi verður 12. júní.

Rætt um sumarfrí framkvæmdastjórnar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.