Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 11. september 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 4. september lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur, heilsugæslusvið.
Rætt um rekstur og þjónustu á heilsugæslusviði, en fram kom í ljósi funda með ráðuneytinu að reiknilíkan gerði ekki ráð fyrir eins mikilli þjónustu og veitt hefur verið til þessa á starfssvæði HVE.
Farið var yfir fjármögnunarlíkan ráðuneytis, hið sama og var tekið fyrir á fundinum með ráðuneytinu. Áfram verður unnið að málinu.
Þá kom fram að rýna þurfi skráningu sérstaklega á heilsugæslu, því svo virðist sem þyngdarstuðull hafi lækkað umtalsvert í skráningu á nokkrum stöðum.
- Húsnæðismál á Akranesi.
Fjallað um húsnæðismál á Akranesi. Fram kom að í dag verði fundað um teikningar á slysadeildinni á Akranesi. Samþykkt að skipta gömlu skrifstofu forstjóra í tvö herbergi. Rætt um kapellu sjúkrahússins.
Umræða var um þær starfsstöðvar sem eru núna á gömlu hjúkrunardeildinni á Akranesi nú þegar framkvæmdir fara í gang þar.
- Viðverustefna.
SÞS fjallaði um viðverustefnu. Farið var yfir veikindi starfsmanna m.v. Bradfordkvarða.
Samþykkt að setja upp viðverustefnu fyrir HVE.
- Mannauðsmál.
5a. Mönnun á slysa- og göngudeild.
HG fjallaði um mönnun á slysa- og göngudeild, lagði til að viðverða verði framvegis skipulögð með morgunvakt og kvöldvakt sjö daga vikunnar. Samþykkt að skoða kostnaðargreiningu á málefninu áður en lengra er haldið.
5b. Nýútskrifaðir heilbrigðisstarfsmenn án útgefinna starfsleyfa frá EL.
Rætt um starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Fram kom að hér á HVE hafi starfsmenn ekki fengið laun í samræmi við útskrift þar sem starfsleyfi sé ekki tilbúið.
Samþykkt að hér eftir verði laun starfsmanna, sem bíða eftir starfsleyfi, leiðrétt afturvirkt um líðandi mánuð eftir skil. Verður skoðað áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.