Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 25. september 2024 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.  Sigurður Þór Sigursteinsson kom inn á fund kl. 10:30 (var á leið á fund norður á Akureyri en bíll bilaði).

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðust fundargerðar.

Fundargerð frá 11. september lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Fjallað um fjármál og rekstur, lagt fram frumvarp til fjárlaga árið 2025.  

Frumvarpið gerir ráð fyrir að í heild hækka fjárlög um 0,4% á milli ára m.v. fjárveitingar ársins 2024, eða 30,3 m.kr. Varlega áætlað hljóðar þetta frumvarp upp á allt að 8% niðurskurð í heild, en rekstrarspá þessa árs gerir ráð fyrir um 5% halla m.v. óbreytt ástand.

 

  1. Starfsáætlun HVE til næstu 3 ára.

Rætt um starfsáætlun HVE til næstu 3 ára, þ.e. 2025 til 2027. 

 

  1. Garðar Jónsson gæðastjóri, nokkur atriði varðandi gæðamál.

GJ fór yfir nokkur atriði varðandi gæðamál.   

Fram kom hjá honum að komin væru drög að samningi vegna þýðingar gæðastaðals við Staðlaráð Íslands.   Þá fór hann efnislega yfir tillögur sínar um uppsetningu á gæðaskjölum, ferla og vinnulýsinga í nýja kerfinu.

 

  1. Umhverfis- og loftlagsstefna HVE.

GJ lagði fram umhverfis- og loftslagsstefnu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem samþykkt var af umhverfisnefnd HVE til staðfestingar hjá framkvæmdastjórn.

Framkvæmdastjórn samþykkir stefnuna með áorðnum breytingum.

 

  1. Ívilanir heilbrigðisstofnana.

Lögð fram Svæðisskilgreining vegna ívilnanaheimilda menntasjóðs námsmanna frá júlí 2024, tillögur starfshóps heilbrigðisstarfsmanna og bréf Byggðastofnunar dags. 16. september 2024.

Fram kom að samkvæmt skilgreiningu á svæðum er gert ráð fyrir að miða við um 30 km. fjarðlægð frá höfðuborgarsvæðinu eða inna við 45 mínútna akstursfjarlægð.

Fram kom í skýrslunni að þessar ívilnanir eigi við allar starfsstöðvar HVE utan Akraness.

 

  1. Mannauðsmál.

7a  Vinnudagar hjúkrunardeildarstjóra sjúkrasviðs og hjúkrunarsviðs.

HG fór yfir vinnudaga sem haldnir voru í síðustu viku.   Fram kom að allir deildarstjórar hafi mætt, eða 21 talsins.  Fram kom hjá henni að þessir dagir hafa gengið mjög vel og starfsmenn hafi verið mjög ánægðir.

 

7b        Starfsþróunarkerfi og tímabundnar álagsgreiðslur.

HG ræddi um ósk um áframhaldandi álagsgreiðslur og viðbótargreiðslur til ljósmæðra sem sett var inn tímabundið til 31. ágúst 2024 vegna manneklu. Framkvæmdastjórn fellst ekki á áframhaldandi álagsgreiðslur og viðbótargreiðslur í ljósi betri mönnunar.

 

7c        Læknisþjónusta Hvammstanga.

Umræða var um læknisþjónustu á Hvammstanga.

 

7d        Deildarritar.

Umræða var um deildarritara fyrir B- og C-deild.  Þá var umræða um að skoða breytingu eða samræmingu á verklagi og verkefnum á meðal deildarritara og annarra starfsmanna á því sviði, svo sem heilbrigðisgagnafræðinga.  Ágústu verkefnisstjóra verður falið málið.

 

7e        Fræðslumál ljósmæðra.

HG ræddi um aðgang starfsmanna HVE að Eddu, sem er rafrænt námsumsjónarkerfi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.