Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, föstudaginn 15. nóvember 2024 kl. 8:30.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 30. október 2024 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fundur með stjórnendum á heilsugæslusviði

Fjallað um fund með stjórnendum á heilsugæslusviði sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi 14. nóvember síðastliðinn vegna starfsáætlunar HVE 2025 til 2027.

Fram kom að fundurinn hafi verið ganglegur.  Það voru 18 stjórnendur sem sóttu fundinn.

 

  1. Minnisblað SSV um mönnun á starfsstöðvum HVE.

Lagt fram minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi mönnun á starfsstöðvum HVE, dags. 22. október 2023 (á líklega að vera 2024).

En á haustþingi SSV árið 2023 var ákveðið að setja á sérstakan vinnuhóp til þessa að kortleggja stöðu heilsugæslunnar á Vesturlandi vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að manna í læknastöður og ýmsar aðrar stöður á heilsugæslum HVE á Vesturlandi.

Fjallað um málið.  

Samþykkt að JFJ hafi samband við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV um næstu skref.

 

  1. Meistaranám í heilsugæslu.

HG fjallaði um meistaranám hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu.

Samþykkt að HVE auglýsi eina stöðu á næsta ári í samstarfi með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar og Háskólanum á Akureyri.  

 

  1. Jólaglaðningur starfsmanna.

Rætt um jólaglaðning til starfsmanna.

Samþykkt að fela mannauðsstjóra málið, framkvæmdastjórn styður hans val.

 

  1. Önnur mál.

 

  • Verkfallsboðun lækna.

Rætt um mögulegt verkfall lækna.

Skipulag verkfalls er boðuð með eftirtöldum hætti á fyrsta tímabili.

  • Mánudagurinn 25. nóvember kl. 00-12
  • Þriðjudagurinn 26. nóvember kl. 00-12
  • Miðvikudagurinn 27. nóvember kl. 00-12
  • Fimmtudagur 28. nóvember kl. 00-12

 

Umræða var um lækna sem vinna samkvæmt verktakasamningum og þá lækna sem eru í Skurðlæknafélagi Íslands.

Ekki er gert ráð fyrir að læknar sem vinna eftir verktakasamningum fari í verkfall. Þannig mun verkfallið ekki hafa nein áhrif á Snæfellsnesi og Hólmavík og að hluta til á heilsugæslunni á Akranesi.

 

Samþykkt að JFJ og ÁÁ skoði málið frekar, skoði m.a. hvernig fyrirkomulagið var árið 2015.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.