Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, föstudaginn 15. nóvember 2024 kl. 8:30.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 30. október 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fundur með stjórnendum á heilsugæslusviði
Fjallað um fund með stjórnendum á heilsugæslusviði sem haldinn var í Landnámssetrinu í Borgarnesi 14. nóvember síðastliðinn vegna starfsáætlunar HVE 2025 til 2027.
Fram kom að fundurinn hafi verið ganglegur. Það voru 18 stjórnendur sem sóttu fundinn.
- Minnisblað SSV um mönnun á starfsstöðvum HVE.
Lagt fram minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi mönnun á starfsstöðvum HVE, dags. 22. október 2023 (á líklega að vera 2024).
En á haustþingi SSV árið 2023 var ákveðið að setja á sérstakan vinnuhóp til þessa að kortleggja stöðu heilsugæslunnar á Vesturlandi vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að manna í læknastöður og ýmsar aðrar stöður á heilsugæslum HVE á Vesturlandi.
Fjallað um málið.
Samþykkt að JFJ hafi samband við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV um næstu skref.
- Meistaranám í heilsugæslu.
HG fjallaði um meistaranám hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu.
Samþykkt að HVE auglýsi eina stöðu á næsta ári í samstarfi með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar og Háskólanum á Akureyri.
- Jólaglaðningur starfsmanna.
Rætt um jólaglaðning til starfsmanna.
Samþykkt að fela mannauðsstjóra málið, framkvæmdastjórn styður hans val.
- Önnur mál.
- Verkfallsboðun lækna.
Rætt um mögulegt verkfall lækna.
Skipulag verkfalls er boðuð með eftirtöldum hætti á fyrsta tímabili.
- Mánudagurinn 25. nóvember kl. 00-12
- Þriðjudagurinn 26. nóvember kl. 00-12
- Miðvikudagurinn 27. nóvember kl. 00-12
- Fimmtudagur 28. nóvember kl. 00-12
Umræða var um lækna sem vinna samkvæmt verktakasamningum og þá lækna sem eru í Skurðlæknafélagi Íslands.
Ekki er gert ráð fyrir að læknar sem vinna eftir verktakasamningum fari í verkfall. Þannig mun verkfallið ekki hafa nein áhrif á Snæfellsnesi og Hólmavík og að hluta til á heilsugæslunni á Akranesi.
Samþykkt að JFJ og ÁÁ skoði málið frekar, skoði m.a. hvernig fyrirkomulagið var árið 2015.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.