Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 4. desember 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 27. nóvember lögð fram og samþykkt.
- Rekstur
Fjallað um rekstur ársins og áætlun næsta árs. JFJ fór yfir áætlun tækja- og búnaðarkaupa á næsta ári. Þá fjallaði JFJ um húsnæðismál.
- Starfsemisupplýsingar janúar til september 2024.
Lagðar fram starfsemisupplýsingar fyrir tímabilið janúar til september 2024.
- Framhalds- og sérnám á HVE.
Fjallað um framhalds- og sérnám á HVE. HG fór yfir tillögur sínar að verklagsreglum um námsleyfi.
Rætt var um námsstöður og nema.
- Verkefni næringarfræðings á HVE.
Rætt um uppsögn næringarfræðings og mögulegan samning við Landspítala um þjónustu næringarfræðings.
- Fundur með Reykjalundi.
SES fjallaði um fund sem haldinn var um mögulegt samstarf Háls- og bakdeildar með Reykjalundi. Fram kom að á fundinum var samþykkt að skipa vinnuhóp um samstarf þessara stofnana.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:25
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.