Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 4. desember 2024 kl. 9:00.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 27. nóvember lögð fram og samþykkt.

 

  1. Rekstur

Fjallað um rekstur ársins og áætlun næsta árs.   JFJ fór yfir áætlun tækja- og búnaðarkaupa á næsta ári.   Þá fjallaði JFJ um húsnæðismál.

 

  1. Starfsemisupplýsingar janúar til september 2024.

Lagðar fram starfsemisupplýsingar fyrir tímabilið janúar til september 2024.

 

  1. Framhalds- og sérnám á HVE.

Fjallað um framhalds- og sérnám á HVE.  HG fór yfir tillögur sínar að verklagsreglum um námsleyfi.

Rætt var um námsstöður og nema.

 

  1. Verkefni næringarfræðings á HVE.

Rætt um uppsögn næringarfræðings og mögulegan samning við Landspítala um þjónustu næringarfræðings.

 

  1. Fundur með Reykjalundi.

SES fjallaði um fund sem haldinn var um mögulegt samstarf Háls- og bakdeildar með Reykjalundi.   Fram kom að á fundinum var samþykkt að skipa vinnuhóp um samstarf þessara stofnana.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:25

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.