Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 18. desember 2024 kl. 9:00.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 11. desember 2024 lögð fram og samþykkt.

  1. Rekstur

Fjallað um rekstrarstöðu og áætlun ársins 2025.   Farið var yfir yfirlit fjárlaga fyrir árið 2025 og rætt um skiptingu fjárheimilda milli heilsugæslustöðva út frá fjárveitingum sem hver stöð fær í gegnum fjármögnunarlíkan heilsugæslunnar. Fundarmenn voru sammála um að skipta eigi fjárheimildum samkvæmt því sem líkanið gefur hverri stöð.

  1. Viðverustefna HVE

Mannauðsstjóri lagði fram drög að viðverustefnu HVE sem hann hefur unnið að. Tekinn var góður tími til að farið yfir innihald skjalsins sem er 18 blaðsíður og inniheldur yfirgripsmikið efni um markmið og tilgang stefnu ásamt köflum með drögum að reglum og efni tengt viðveru og fjarvistum starfsmanna.  Þá eru þar einnig upplýsingar um Bradford-kvarðann sem farið er að nota til að meta skammtímafjarvistir og gefur vísbendingar um hvenær tilefni er til að bregðast við vegna fjarvista.

Mannauðsstjóri mun í framhaldinu fá gæðastjóra HVE til að skoða innihaldið með sér m.t.t. uppsetningar og hversu ítarlegt efnið ætti að vera.

  1. Vinnufundur á Snæfellsnesi 8. desember.

Rætt um vinnufund sem haldinn var með starfsmönnum 8. desember s.l. Tilefnið var sameining heilsugæslustöðvanna í Ólafsvík og Grundarfirði. Lagt fram minnisblað og verkefnalisti vegna málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.