Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 8. janúar 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 18. desember 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Lögð fram og fjallað um greinargerð með rekstraráætlun HVE fyrir árið 2025 dags. 30. desember 2024.
Fjallað um áætlunina og helstu áherslur.
Fram kom að áætlun í Akra var fyrst skilað 20. desember 2024, áætluninni var hafnað af ráðuneyti þann 2. janúar 2025 þar sem hún rúmaðist ekki innan fjárlaga. Endurskoðuð áætlunar var svo send þann 3. janúar 2025, þá innan fjárlaga. Helstu breytingar frá fyrri áætlun var að færðar voru inn viðbótar fjárveitingar til styrkingar sjúkrasviðs að fjárhæð 100 m.kr. og viðbótar fjárveiting til styrkingar sjúkraflutninga á heilsugæslusviði að fjárhæð 51,3 m.kr. Þá var rekstrarkostnaður á heilsugæslusviði færður niður um 57 m.kr. Rekstrarkostnaður á hjúkrunarsviði var færður niður um 41,2 m.kr. og rekstrarkostnaður á sjúkrasvið færður niður um 32 m.kr. Vinna er framundan að finna þessum niðurskurði farveg.
Samþykkt að fundað verði með yfirmönnum á öllum starfsstöðvum vegna áætlunar fyrir árið 2025. Sett verður upp fundaráætlun á næstu dögum, stefnt að því að ljúka yfirferð í fyrstu viku febrúar.
Þá verður skipulagður vinnudagur um stefnumótun fyrir sjúkrasvið í byrjun febrúar.
- Undirbúningur fyrir fund með SSV.
Undirbúinn var fundur framkvæmdastjórnar með fulltrúum SSV, sem haldinn verður í Borgarnesi í dag, 8. janúar 2025 kl. 13:00.
Lögð fram og farið yfir samantekt um framboð á þjónustu á starfsstöðvum HVE.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.