Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 12. febrúar 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 5. febrúar verður lögð fram á næsta fundi.
- Fjármál og rekstur
Fjallað um fjármál og rekstur.
Rekstrarframlag að fjárhæð 67 m.kr. fékkst fyrir hjúkrunarsvið vegna núverandi árs, fram kom að þetta væri í samræmi við aukaframlag sem sviðið fékk á síðasta ári og beiðnir HVE vegna þessa árs. Eftir standa því óráðstafaður niðurskurður að fjárhæð 37 m.kr. á sjúkrasviði og 57 m.kr. á heilsugæslusviði, samtals um 94 m.kr.
Fram kom að útkomuspá vegna ársins hafi verið send til HBR s.l. mánudag með þessum upplýsingum.
- Samstarfsyfirlýsing HVE og SSV -drög frá SSV, framhald umfjöllunar frá síðasta fundi
Farið yfir drög samstarfslýsingar HVE og SSV.
JFJ mun senda SSV yfirfarin drög til SSV til skoðunar.
- Reynslutími við ráðningar
JFJ fjallaði um reynslutíma við ráðningar, en hingað til hefur að jafnaði verið miðað við reynslutíma í þrjá mánuði við ráðningu starfsmanna. Fram kom hjá henni að hún hafi átt samtöl við lögfræðing Kjara- og mannauðsviði ríkisins vegna málsins.
Framkvæmdastjórn samþykkir að skoða frekar að hvort reynslutími við nýráðningar skuli miðast við sex mánuði í stað þriggja áður. JFJ mun taka málið upp á fundi með öðrum forstjórum heilbrigðistofnana.
- Sumarafleysingar
Umræða var um sumarafleysingar og laus störf almennt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.