Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, mánudaginn 10. mars 2025 kl. 9:30.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir og Sigurður E. Sigurðsson.

Ásgeir Ásgeirsson og Sigurður Þór Sigursteinsson í orlofi.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 19. febrúar 2025 lögð fram og samþykkt með örlitlum breytingum. 

 

  1. Staða rekstrarfunda með deildum

Farið yfir stöðuna á fundum sem framkvæmdastjórn boðaði með yfirmönnum deilda/starfsstöðva til að fara yfir rekstrarstöðu og rekstraráætlun ársins. Frá því í lok janúar er búið að halda 22 fundi með 30 stjórnendum HVE. Eftir er að halda sjö fundi, ákveðið að halda þrjá fundi í lok næstu viku þegar HG og SÞS verða komin til baka úr stuttu leyfi.

 

  1. Erindi frá Persónuvernd

Lagt fram erindi frá Persónuvernd dags. 27. febrúar 2025 og barst forstjóra í bréfpósti 4. mars.

 

  1. Endurskipan í Sýkingarvarnanefnd HVE

HG tengiliður framkvæmdastjórnar við Sýkingavarnanefnd HVE kynnti skipan nefndarinnar til næstu tveggja ára. Guðrún Hróðmarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem verið hefur formaður nefndarinnar frá árinu 2007 gaf ekki kost á sér lengur. Við formennsku tekur Hjördís Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur. Aðrir í nefndinni gáfu kost á sér til áframhaldandi setu, þetta eru Anna Þóra Þorgilsdóttir hjúkrunarfræðingur, Ingi Karl Reynisson yfirlæknir og Anna Signý Árnadóttir ræstingastjóri.

Sýkingavarnanefnd HVE starfar samkv. reglugerð um sóttvarnaráðstafanir (nr. 817/2012) þar sem segir í 3. gr. að á sjúkrahúsum skuli starfa sýkingavarnanefndir sem skrá sýkingar í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að sýkingavörnum innan stofnananna.

Hlutverk nefndarinnar er eftirfarandi:

  • Yfirumsjón með sýkingavörnum innan HVE á Akranesi og skipulag aðgerða ef upp koma sýkingafaraldrar.
  • Vinna að forvörnum með fræðslu og leiðbeiningum fyrir starfsfólk um smitgát og sýkingavarnir.
  • Gefa út verklagsreglur og verklýsingar varðandi sýkingavarnir í gæðahandbók.
  • Ákveða sótthreinsunaraðferðir sem nota skal.
  • Ráðgjöf um sýkingavarnir og aðstoð fyrir deildir/starfsmenn HVE.
  • Eftirlit með algengi spítalasýkinga og ákveða skráningaraðferðir.
  • Eftirlit með stunguóhöppum og utanumhald skráninga/tilkynninga.

Framkvæmdastjórn færir Guðrúnu bestu þakkir fyrir gott starf í nefndinni sem hún sinnti af miklum metnaði og vandvirkni m.a. á erfiðum tíma í gegnum allan Covid-19 faraldurinn.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40

JFJ ritaði fundargerð.