Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn. 19. mars 2025 kl. 9:30.

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Sigurður Þór Sigursteinsson.

Ásgeir Ásgeirsson og Hulda Gestsdóttir í orlofi.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 10. mars 2025 lögð fram og samþykkt. 

 

  1. Fjárveitingabréf HVE 2025

Farið yfir innihald fjárveitingabréfsins þar sem fram kemur að útgjaldaheimild stofnunarinnar samkvæmt fjárlögum er sú sama og tilkynnt var um 13. desember sl. eða 8.732,8 m.kr. Þess er jafnframt getið að fjárveitingar ársins geti breyst og nú þegar hafi verið ákveðið að styrkja stofnunina varanlega og/eða tímabundið vegna sjúkrasviðs, sjúkraflutninga og reksturs hjúkrunarsviðs. Í bréfinu er gerð grein fyrir sameiginlegum áherslum stjórnvalda í ríkisrekstri og því sem stofnunin skal vinna að á árinu ásamt markmiðum og mælikvörðum fyrir árið 2025.

Að lokum óskar heilbrigðisráðuneytið eftir því að HVE skili skýrslu fyrir árið 2024 til ráðuneytisins eigi síðar en 1. apríl n.k.

 

  1. Svar SÍ við fyrirspurn HVE um biðlistaðgerðir 2025

JFJ skýrði frá svari sem barst við erindi sem hún sendi SÍ 13. mars varðandi saminga um biðlistaaðgerðir fyrir árið 2025. Fram kom í svari SÍ að þeim hafi verið falið að semja um áframhaldandi framkvæmd valinna kvenaðgerða fyrir árið 2025. Spurt var hvort HVE vilji taka þetta verkefni að sér áfram. Gert sé ráð fyrir að umfangið verði svipað og 2024 og horft yrði til sömu aðgerðarflokka. HVE mun taka þetta að sér en hefur áhuga á að skoða möguleikann á fleiri aðgerðum og fleiri aðgerðarflokkum.

 

  1. Skipulag reglubundinna námskeiða starfsmanna HVE í endurlífgun og bráðatilvikum

SES ræddi þörf fyrir endurskoðun á verklagsreglu um þjálfun starfsmanna í bráðatilvikum.

SÞS fór yfir áætlun um námskeið sem halda þarf á árinu og áætlaður kostnaður er 10,3 m.kr.

Umræða um málið og allir sammála um mikilvægi þess að endurskoða verklag, skráningu og utanumhald námskeiða sem fyrst.

 

  1. Samstarfsyfirlýsing HVE og SSV- framhald umræðu

Farið yfir athugasemdir/ breytingartillögur frá SSV um textann eins og hann var að lokinni yfirferð HVE sem aðallega snýr að notkun orðanna heilbrigðisstarfsmaður/sérfræðingur.

Samþykkt að JFJ hafi samband við SSV.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45

JFJ ritaði fundargerð.