Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 26. mars 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 19. mars 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Fjallað um fjármál og rekstur. Lagt fram yfirlit sem fjallað var um á fundi JFJ og ÁÁ með fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, þriðjudaginn 25. mars. Þar kom fram að halli af rekstri HVE í heild eftir janúar og febrúar næmi 102 m.kr. eða um 6,3% af nettó gjöldum. 67 m.kr. af þessum halla kemur til vegna áunnis orlofs, en sú fjárhæð er að jafnaði um 3,5 m.kr. á mánuði þegar allt árið er tekið. Halli er því um 40 m.kr. að frádregnu orlofi, eða 2,5%.
Umræða var um væntanlega innleiðingu á DRG hjá sjúkrasviðinu á Akranesi.
- Staða innleiðingar læknasamninga.
Rætt um stöðu á innleiðingu á samningum lækna, en nýir samingar taka gildi frá og með 1. apríl n.k. Fram kom að innleiðingarvinna hafi í megin atriðum gengið eftir áætlun, en þó eigi eftir að hnýta einhverja lausa enda.
- Heilbrigðisþjónusta við þolendur ofbeldis.
Lagt fram erindi HRN frá 18. mars s.l. varðandi heilbrigðisþjónustu við þolendur ofbeldis. Þar kom m.a. fram að Landspítala hefi verið falið að stýra innleiðingu á sameiginulegu verklagi á aðrar heilbrigðisstofnanir landsins. Stefnt að því að innleiðingu verði lokið síðar á þessu ári.
- Boðað verkfall sjúkraflutningsmanna.
Með bréfi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. mars s.l. er farið yfir boðað verkfall. Verkfallið nær yfir alla þá starfsmenn sem starfa undir samningum við LSS.
- Reynslutími við ráðningar starfsmanna á HVE.
Rætt um lengingu á reynslutíma við ráðningu á starfsmönnum hjá HVE.
Fram kom að aðrar heilbrigðisstofnanir hafa tekið upp þessi viðmið, þá hvetur starfsmannaskrifstofa Fjársýslunnar stofnanir til að taka upp þetta verklag.
Samþykkt að færa lengingu á reynslutíma við ráðningu í 6 mánuði.
Þá var umræða um texta í ráðningarsamningum, t.d. um þagnareyð.
- Kynning frá Pipar auglýsingarstofu vegna markaðsefnis, uppsetningu og utanumhald með vefmiðlum.
SÞS ræddi um samskipti sín við Pipar auglýsingastofu vegna markaðsefnis og uppsetningu og utanumhaldi á vefmiðlum. Snýst um almannatengsl, textagerð, framleiðslu efnis og SoME færslur.
Verður skoðað frekar.
- Stjórnendafræðsla – kynning eftir fund með Dale Carnegie.
SÞS fjallaði fund sinn með Dale Carnegie. um stjórnendafræðslu fyrir millistjórnendur hjá HVE. Þjálfunarlausnin felur í sér þjálfun fyrir millistjórnendur sem færir þeim verkfæri til að eiga jákvæð og uppbyggjandi samskipti sem auka virkni, traust og samvinnuvilja.
SÞS mun skoða aðra aðila sem bjóða upp á stjórendafræðslu að auki.
- Fræðsluáætlun út frá vinnu með Akademias.
SÞS fór yfir drög að fræðsluáætlun fyrir alla starfsmenn frá Akademias og sýndi þá möguleika sem eru í boði hjá Learncove.
- Endurskoðun verklagsreglu um námskeið í bráðatilvikum.
Garðar Jónsson kom til fundar kl.10:30 og fjallaði um endurskoðun verklagsreglna um námskeið í bráðatilvikum.
Samþykkt að SES og HG fari yfir og komi með tillögur að uppfærðu skjali, GJ mun svo setja upp í gæðahandbók.
GJ óskaði eftir fund með framkvæmdastjórn á fimmtudagsmorgun kl.11:00 vegna skjala og málakerfisins.
Fundi frestað kl. 10:55 til kl. 10:00 þann 27. mars 2025.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.