Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 16. apríl 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 9. apríl 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Fjallað um fjármál og rekstur. Farið ítarlega yfir nokkra rekstrarþætti sem farið hafa fram úr áætlun og hækkað hafa umtalsvert á milli ára.
- Erindi frá Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi.
Lagt fram erindi frá Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi um mögulega gjöf, dags. 30. mars 2025.
Þar beinir klúbburinn því til HVE hvort áhugi sé fyrir því að hafin verði söfnun til kaupa á blóðskilju fyrir stofnunina og stofnunin myndi þá annast rekstur og tryggja þjónustu við skjólstæðinga stofnunarinnar.
Rætt ítarlega um málið og farið yfir söguna þar sem HVE sótti sérstaklega eftir því fyrir um 5 árum að setja upp þessa þjónustu hér, þá var því hafnað af ráðuneyti og Landsspítala. Þá var umræða um heimaskilun.
- Erindi frá HRN um lýðgrundaða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi -Lagt fram
Lagt fram erindi frá HRN, dags. 15. apríl 2025 um lýðgrundaða skimum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skimunin felst í sýnatöku úr hægðum sem einstaklingur framkvæmir sjálfur.
Ráðuneytið felur heilsugæslustöðvum að taka á móti sýnum og framsenda til Landspítala til greiningar, líkt og ferlið er varðandi sendingu sýna í leghálsskimun. Ráðneytið hefur ákveðið að bíða með aðkomu heilbrigðisstofnana fyrst um sinn að framkvæmd ritilspeglana í lýðgrundaðri skimun.
Settir verða upp móttökukassar í heilsugæslustöðum okkar. Sýnum verður svo komið áfram. HG tekur að sér málið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.