Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn miðvikudaginn 7. maí 2025 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 16. apríl 2025 lögð fram og samþykkt.
- Samskiptamiðill í stað Workplace.
Fjallað um nýjan samskiptamiðil fyrir starfsmenn í stað Workplace sem lokar þann 1. september. Kerfið kallast Ziik og virkni þess er ekki ósvipað Workplace og eða Facebook.
Samþykkt að fela tölvudeild og mannauðsstjóra innleiðingu á Ziik á næstu vikum.
SÞS fór yfir virknina fyrir fundarmenn.
- Staðan á Silfurtúni, greinargerð.
Lögð fram og rædd greinargerð um málefni Silfurtúns í Búðardal.
HG fór yfir skiplagsbreytingar sem taka munu gildi frá 1. september 2025.
- Bólusetningarráðgjöf.
Lagt fram mögulegt samkomulag um bólusetningarráðgjöf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna ferðalaga til skoðunar.
HG fór yfir málefnið.
Samþykkt að stefna að því að gera samkomulag um þessa þjónustu. Setja þarf upp gjaldskrá á vegum ríkisins í reglugerð vegna þessa, enda kostar ráðgjöfin kr. 3.540,- fyrir hvert skipti.
Að öðru þá kom fram hjá HG að verið væri að hætta með þroskapróf, svokalla Bricanse, fyrir tveggja og fjögurra ára.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:20
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.