Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn HVE, miðvikudaginn 27. ágúst 2025 kl. 9:00.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá:

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 20. ágúst 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Húsnæðismál

a) Samantekt yfir stöðu fasteigna í umsjón Ríkiseigna, greining á viðhaldsþörf, mögulegar breytingar og þróun húsnæðismála til framtíðar. 

JFJ fór yfir efni fundar hennar, ÁÁ og HH með Ríkiseignum vegna mögulegar byggingar eða leigu á nýrri heilsugæslustöð á Akranesi. Þá kom fram að unnið væri að mati á nauðsynlegum viðhaldsframkvæmdum á húsnæði HVE. 

Þá ræddi JFJ aðstæður Háls- og bakdeildar í Stykkishólmi vegna þar vegna leka á þaki, en þar verður sjúkradeildin notuð að hluta fyrir þessa sjúklinga. 

 

b) Þarfagreining fyrir húsnæði heilsugæslunnar á Akranesi.

Von er á arkitekt á vegum Ríkiseigna nú í vikunni til að skoða húsnæði heilsugæslunnar á Akranesi.  Þá þarf að gera þarfagreiningu fyrir heilsugæsluna í heild. 

 

c) Útboð E- húss og slysadeildar.

Unnið er að breytingum á teikningum á Slysadeild í tengslum við útboð.   Stefnt verður að því að breytingarnar taki stuttan tíma og þannig verði hægt að bjóða út verkið í heild á næstu vikum. 

 

d) Endurnýjun á þaki heilsugæslunnar í Búðardal.

Rætt um lagfæringar á þaki heilsugæslunnar í Búðardal.

 

  1. Gott að eldast, staða verkefnis

Fundað var með verkefnisstjóra SSV í síðustu viku um stöðu verkefnisins. 

Rætt var um málefnið.

 

  1. Upplýsingamiðstöðin og 1700 síminn

Lagt fram minnisblað HG um fjarheilbrigðisþjónustu á HVE vegna 1700. 

Fjallað um stöðu upplýsingarmiðstöðvar og 1700 símans. 

Fram kom að HG hafði sent greinargerð fyrir hönd HVE til ráðuneytis vegna málsins.

                                     

  1. Miðlun upplýsinga, minnisblað frá persónuverndarfulltrúa HVE lagt fram

Lagt fram minnisblað frá persónuverndarfulltrúa HVE 7. ágúst 2025. Erindið varðaði miðlun upplýsinga til skráðs aðstandanda sjúklings á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

 

Fjallað var ítarlega um öll þessi mál, m.a. uppflettingar starfsmanna í sjúkraskrá.  Gert verður átak hér hjá HVE að kynna þessi mál vel til starfsmanna. En hægt er að skoða uppflettingar sem mögulega hafa ekki meðferðartengsl, eða uppflettingar á þekktum einstaklingum, ættingjum og þess háttar. Tryggja þarf að allir þeir starfsmenn sem fá aðgang að sjúkraskrárkerfum staðfesti að þeir hafi verið upplýstir um þessi málefni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  11:15

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.