Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 3. september 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.   Sigurður E. Sigurðsson er í orlofi.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 27. ágúst 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjarmál og rekstur

Fjallað um rekstur og fjármál, farið yfir efni fundar JFJ og ÁÁ með heilbrigðisráðuneyti þann 2. september. 

 

  1. Starfsáætlun HVE og tímasetning aðgerða

JFJ sagði frá því að haldnir hafa verið 9 fundir á öllum okkar starfsstöðvum um starfsáætlun HVE.  Starfsáætlunin er komin inn á fréttir á samskiptavef starfsmanna.  Fundur með ábyrgðarmönnum verkefna í starfsáætlun verður boðaður miðvikudaginn 24. september kl. 13:00.

 

  1. Málefni sjúkraflutninga á HVE

Fjallað um málefni sjúkraflutninga á HVE og fundi með sjúkraflutningamönnum þann 2. september, annars vegar staðarfundur með starfsmönnum á Akranesi og síðan var upplýsingafundur á Teams haldin með sjúkraflutningamönnum utan Akraness.

 

Þá var lagt fram erindi frá sjúkraflutningamanni í Búðardal.

Þá var lagt fram erindi frá samráðshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis um aðgerðaráætlun um sjúkraflutninga á landsvísu til ársins 2030.

 

  1. Erindi frá starfsfólki slysadeildar

Lagt fram erindi starfsfólks slysadeildar um maga- og ristilspeglanir.  

Málefnið verður skoðað og afgreitt á næsta fundi framkvæmdastjórnar.

 

  1. Gæðaráð HVE

Frestað til næsta fundar.

 

  1. Samráðs- og upplýsingafundur með sveitarstjórum og SSV 21. október

JFJ upplýsti að boðaður hafi verið samráðs- og upplýsingafundur með sveitarstjórum og SSV á Hótel Hamri Borgarnesi þriðjudaginn 21. október kl. 11:00 til 13:30.

 

  1. Ákall til atvinnulífsins – ávinningur og samfélagsleg ábyrgð, erindi frá SSV

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 28. ágúst s.l. þar sem óskað var eftir þátttöku HVE í starfamessu.  En starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum.

 

Messurnar er þrjár talsins.

  • september í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
  • september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.
  • október í Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi.

 

Fram kom að gert er ráð fyrir að fjöldi nemenda og kennara sé allt að 1.200 talsins sem sækja muni þessar starfamessur.

Samþykkt að HVE muni fara með kynningar á alla þessa staði.

 

Annað.

Fram kom að föstudaginn 3. október verði brunaæfing á Akranesi í samstarfi við slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveitar.

 

Hollvinasamtök HVE munu hafa aðalfund þann miðvikudaginn 1. október kl. 16:00. 

 

HG fjallaði um fund sinn með SSV í Borgarnesi þann 2. september um Gott að eldast verkefnið.

 

VL sagði frá viðræðum sínum með símenntunarstöðinni varðandi fræðslustjóra að láni.  Samstarf mun verða tekið á upp á þessu sviði.  Sérstaklega mun þetta samstarf snúa að almennum starfsmönnum.   

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.