Fundur haldin hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 15. október 2025 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður E. Sigurðsson var forfallaður en kom á fundinn um Teams.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 8. október 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Rætt um fjármál og rekstur.
Þá var rætt um skipulag og teikningar á endurbótum á Slysadeild. Þá voru lagðar fram teikningar af endurbótum á kapellu og líkhúsi. Einnig teikningar af deiliskipulagi af Kirkjubraut, þar sem m.a. kemur fram akvegur frá Kirkjubraut inn á bílastæði við HVE.
- Lyfjanefnd HVE, endurskipan.
Lögð fram skipan í lyfjanefnd HVE. En í nefndinni skal vera framkvæmdastjóri lækninga og lyfjafræðingur auk tveggja annarra. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum og tilkynnir nafn formanns til framkvæmdastjórnar. Óskað er eftir því að skráðar verði fundargerðir og jafnframt skal nefndin skila stuttri greinargerð um störf sín í lok hvers árs.
Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í nefndina:
- Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar
- Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á HVE
- Stefán Þorvaldsson, sérfræðilæknir á lyflækningadeild HVE
- Þór Oddsson, lyfjafræðingur HVE
- Þjónustukönnun Sjúkratrygginga Íslands.
JFJ fór yfir þjónustukönnun Sjúkratrygginga Íslands.
- Sérnámslæknar í heimilislækningum – sjúkrahúshluti starfsnáms.
Fram kom að haldin verði fundur nú í nóvember um mögulegan sjúkrahúshluta starfsnáms í heimilislækningum með kennslustjóra.
- Endurskoðun upplýsingaöryggisstefnu HVE og niðurstaða sjálfsmats kl. 11:00
Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, deildarstjóri tölvudeildar, kom til fundar og fór yfir upplýsingaöryggisstefnu HVE og niðurstöðu sjálfsmats á vegum Fjarskiptastofu.
Fram kom í máli hans að almennt hafi HVE komið ágætlega út í þessari könnun hvað varðar net- og aðgangsöryggi, hins vegar væri fremur vöntun á ýmsum gæðaskjölum, verkferlum, vinnslusamningum og fleira.
Framkvæmdastjórn samþykkir að vinna að endurbótum á þeim atriðum sem talin eru fram í úttekt og fram komu á fundinum. Setja þarf öryggið upp í samræmi við gæðastaðal, ISO 27001.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:55
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.