Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 5. nóvember 2025 kl. 10:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.  Hulda Gestsdóttir var forfölluð.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar        

Fundargerð frá 29. október 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur

JFJ fjallaði um fund forstjóra með fjárlaganefnd nú í morgun.

ÁÁ lagði fram yfirlit yfir fjármál og rekstur.   Fram kom að rekstrarhalli tímabilið janúar til september 2025 væri 486 m.kr. eða 7% af tekjum. Þar af eru það 3 fjölmennustu stéttarfélögin sem hafa hækkað um 422 m.kr. á milli ára.  Fram kom að fundur væri með heilbrigðisráðuneytinu í dag um rekstur og fleira.

Í framhaldi umræðu um rekstur, áætlun og starfsmannahald þar tengdu, var ákveðið að auglýsa eftir læknum fyrir Snæfellsnes, gæti t.d. tekið gildi frá næsta vori en má vera fyrr.

 

  1. Persónuverndarstefna HVE

Lögð fram persónuverndarstefna HVE  (STE-0312) Útgáfa 0.2 og hún samþykkt.

 

  1. Fundur með Fagráði HVE 11. nóvember

Lagðar fram breytingar á starfsreglum fagráðs og skipun og verklag.

Fjallað var um fund með fulltrúum fagráðs í næstu viku.

 

  1. Vinnustund – reglur um samþykktir yfirmanna.

Fjallað um vinnustund og reglur vegna samþykkta yfirmanna deilda.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:38.

Ásgeir Á. ritaði fundagerð.