Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 26. nóvember 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 19. nóvember 2025 lög fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Fjallað um fjármál og rekstur m.v. október 2025.
- Endurskoðun samstarfssamnings LSH og HVE um sérnám.
SES fjallaði um samstarfssamning LSH og HVE um sérnám lækna. Fram kom að samningurinn hafi verið endurnýjaður til 5 ára, gildir því nú til og með nóvember 2030.
- Bradford kvarðinn, SÞS kemur til fundar kl. 10:00
Sigurður Þór fjallaði um Bradford kvarðann í samhengi við veikindahlutfall starfsmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.
Kl. 11:30 Teamsfundur með umsjónarmönnum staða.