Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 10. desember 2025 kl. 10:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður E. Sigurðsson er forfallaður.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 3. desember 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Rætt um rekstur ársins, umræða var um launabætur og fjárheimildir.
Þá voru nýir samningar lækna ræddir, en frá og með áramótum mun kaup á verktakaþjónustu lækna hætta miðað við tilmæli frá heilbrigðisráðuneyti.
- Farsældarráð Norðurlands vestra og Vestfjarða.
Farsældarráð Norðurlands vestra var formlega stofnað fimmtudaginn, 27. nóvember síðastliðinn, við undirritun samstarfssamnings og samstarfsyfirlýsingar í Krúttinu á Blönduósi. Með ráðinu hefst markvisst og samræmt samstarf sveitarfélaga og helstu stofnana sem veita þjónustu við börn og fjölskyldur á svæðinu. Ráðið verður vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Það eru sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður sem undirrituðu samning um sameiginlega ábyrgð á farsældarráðinu. Jafnframt var undirrituð samstarfsyfirlýsing með þjónustuaðilum og stofnunum á svæðinu, þar á meðal Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögregluembætti Norðurlands vestra, Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, svæðisstöðvum íþróttahéraða og kirkjunni á Norðurlandi vestra.
- Lyfjaskammtarar og fjarvöktun.
Fjallað um lyfjaskammtara og fjarvöktun, en þann 28. nóvember s.l. barst erindi frá heilbrigðsráðuneytinu um málefnið. Fram kom í máli HG að þörf á lyfjaskömmturum hjá HVE væri um 10 til 15 talsins hverju sinni. Þá var umræða um fjarvöktun í heimahjúkrun og má ætla að 15 slík leyfi og jafnmargir lyfjaskammtarar kosti allt að 1,5 m.kr. á mánuði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.