Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn HVE, miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar  

Fundargerð frá 26. og 27. mars 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur

Fjallað um fjármál og rekstur.  Fram kom að sjúkrasvið HVE hafi fengið 100 m.kr. til styrkingar reksturs samkvæmt tölvupósti dags. 31. mars 2025.  Samkvæmt rekstraryfirliti nemur hallinn nú 94 m.kr. Áunnið orlof starfsmanna nemur þó um 63 m.kr. á þessu tímabili, sá kostnaður á eftir að lækka eftir sumarleyfi starfsmanna.

Þá var umræða um verkefnið gott að eldast.

  1. Svar HRN við erindi forstjóra frá 11. mars s.l. Lagt fram

Lagt fram svar við erindi JFJ varðandi biðrými á Höfða sem notuð hafa verið fyrir Landspítala.  Þar kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi falið Sjúkratryggingum Íslands að breyta skilgreiningu þeirra fimm biðrýma sem rekin hafa verið á Höfða í varanleg hjúkrunarrými.  Forgangur í þau rými verður eins og í önnur hjúkrunarrými Höfða.

Framkvæmdastjórn fagnar þessari breytingu.

 

  1. Breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni og lýðheilsu (fækkun hæfisnefnda). Lagt fram

Lögð fram breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni og lýðheilsu um fækkun hæfisnefnda.

Þannig eru hæfisnefndir fyrir ráðningu forstjóra, framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga lagðar niður.

 

  1. Rafræn samþættingarlausn fyrir ráðningarferli starfsmanna

Fjallað um innleiðingu á rafrænni samþættingarlausn frá 50skills fyrir ráðningarferli starfsmanna og fleiri málefnum. SÞS fór yfir þessar samþættingarlausnir sem í boði eru. Fram kom að mánaðarlegur kostnaður nemur 116 þús. kr. Ekki er um stofnkostnað að ræða.

Samþykkt að fara í innleiðingu á einum samþættingarferli hið allra fyrsta.  SÞS er falið að stýra verkinu.

 

  1. Öryggishnappar fyrir heilsugæslulækna á bakvakt

Borist hafa beiðnir frá heilsugæslulæknum um öryggishnappa frá Borgarnesi og Stykkishólmi.

Samþykkt að skoða tengingu á öryggishnöppum eins og settir hafa verið upp á Akranesi.  Halldóri, deildarstjóra húsnæðis- og tækja falið að vinna að málinu.  Eins að skoða hvort þörf sé á þessu á fleiri stöðum.

 

  1. Gjöf frá Lionsklúbbi Akraness

Lionsklúbbur Akraness færði sjúkrahúsi HVE á Akranesi veglega gjöf 8.apríl. Um er að ræða Carescape Canvas hjartamonitor frá GE, Vitascan cVue blöðruskanna fyrir slysadeildina og tvö sjúkrarúm fyrir kvennadeildina. Heildarverðmæti gjafanna er rúmar 5 m.kr.

Jón S. Svavarsson formaður klúbbsins afhenti gjafabréf sem Fritz H. Berndsen yfirlæknir slysadeildar, Sigrún Guðný Pétursdóttir deildarstjóri slysadeildar og Hulda Gestsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar veittu viðtöku. Forstjóri þakkaði fyrir þessa veglegu gjöf og þann einstaka stuðning sem Lionsklúbburinn hefur veitt sjúkrahúsinu með árlegum gjöfum síðustu áratugi.

Stuðningur klúbbsins hefur verið einstakur og mikilvægt að halda því til haga að þeir hafa lagt mikið af mörkum til að viðhalda og efla tækjabúnað og hafa frá árinu 2017 að meðtaldri gjöfinni sem nú barst fært sjúkrahússinu gjafir að verðmæti 36,5 m.kr.

 

  1. Teikningar af rými við kapellu til kynningar

Lagðar fram teikningar af endurskipulagi kappellu, líkhúsi og fleira til kynningar.

 

  1. Ársfundur HVE og móttaka starfsmanna sem látið hafa af störfum

Rætt um ársfund HVE og móttöku starfsmanna sem látið hafa af störfum á liðnu ári.

Samþykkt að stefna að ársfund miðvikudaginn 28. maí 2025.   Rætt um dagskrá og yfirskrift fundarins.

Þá var umræða um móttöku þeirra starfsmanna sem látið hafa störfum á liðnum árum.

Samþykkt að hafa móttökuna með sama sniði og á síðasta ári.  Móttakan verður sama dag og ársfundurinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.