Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 16.ágúst 2023 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Þura B. Hreinsdóttir. Rósa Marinósdóttir og Ásgeir Ásgeirsson eru fjarverandi vegna orlofs.
Dagskrá:
1. Yfirfærsla á rekstri Silfurtúns í Búðardal.
HVE hefur verið falið að taka við rekstri Silfurtúns sem er í dag 10 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými. Kveðið er á að HVE taki við heimilinu 1. nóvember nk. þar sem Dalabyggð hefur skilað inn reksturinn með sex mánaða fyrirvara, HVE hefur óskað eftir að tilfærslan verði ekki fyrr en 1. janúar 2024. JFJ hefur verið í samtali við sveitarstjóra Dalabyggðar, SÍ og HRN. JFJ sendi erindi á HRN vegna málsins 16.ágúst.
2. Staða á framkvæmdum í Stykkishólmi og áætlaður flutningur hjúkrunarrýmanna í nýtt húsnæði.
Vonast er eftir að úttekt hafi klárast í dag og að af flutningum verði 17. ágúst 2023. Fáum að vita það í lok dags. JFJ og ÞBH fara í Stykkishólm á morgun, hvort sem flutningar verði eða ekki. JFJ hefur óskað eftir að framkvæmdin í heild sinni verði skoðuð af HRN sem atvik.
3. Úttektarskýrsla embættis landlæknis á heilsugæslu HVE.
Endanleg úttektarskýrsla frá EL hefur borist HVE, skýrslan er einnig send HRN sem er viðtekin venja. Skýrlan er birt á vef EL undir útgefið efni. Framkvæmdastjórn mun taka skýrsluna sérstaklega til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar 6.september nk.
4. Drög að skýrslu um hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, kynning 9.ágúst.
Skýrsla inná stjórnarráðsvefnum. Markmið að þróa stuðning við geðheilsuteymi heilbrigðisstofnana og finna leiðir til að auka og jafna aðgengi að sérhæfðri 3ja stigs þjónustu, með nýsköpun og fjarheilbrigðislausnum. HVE sat fund með starfshóp LSH um bætta samvinnu og stuðning milli stofnana. Áætlaður framhaldsfundur 30.ágúst sem geðheilbrigðisteymi HVE mun mæta á.
5. Vegvísun – Aukin fjarþjónusta á landsvísu, framvinda.
Ekki hefur gengið eftir að tæknilausnin að símsvörun 1700 og HH geti bókað í sögukerfið á hverjum stað. Horft er til þess að þegar fram dregur að álag á heilsugæslustöðvar minnki og þá sérstaklega eftir dagvinnutíma. Upplifun lækna á HVE er að mestu jákvæð, nokkur dæmi sem koma eftir kl. 16 sem hefðu mátt bíða eða fá aðra úrlausn. Þau tilvik þarf að skrá, láta HH og 1700 vita af til að hægt sé að
bregðast við og gera betur. Safnað hefur verið miklum upplýsingum sem er til góða og verkefnið því í góðum farvegi og stofnanir heilt yfir jákvæðar að halda þessu áfram.
6. Verkefnið um sameiginlega símsvörun.
Vinna verkefnastjóra hefur gengið vel, unnið hefur verið að verklagi og skipulagi, fyrirhugaður vinnufundur á Snæfellsnesi á morgun 17.ágúst, á hverjum stað fyrir sig. Allt er varðar Sögukerfið er komið á hreint, engin breyting verður á símanúmerum í þessum fasa verkefnisins, tilfærsla símanúmera er klár. RM mun skoða að akútsímaþjónusta hj.fr. sem ekki verði unnt að veita á Snæfellsnesi verði veitt af Bgn í september og október. Nauðsynlegt er að erindi séu skráð til að meta hvort erindin séu að fara á rétta staði og í réttan farveg.
7. Erindi vegna sjúkraflutninga.
Farið yfir erindið lið fyrir lið. Ekki unnt að svara öllum liðum nema skoða ákveðna þætti áður og fá svör t.d. frá HRN. Framkvæmdastjórn óskar eftir ítarlegri skýringum frá yfirmanni sjúkraflutninga á vissum þáttum erindisins til að geta svarað því.
8. Mannauðsmál.
Farið yfir málefni heilbrigðisgagnadeildar og afgreiðsludeildar á Akranesi.
Moodup fer í gang 14.september – SÞS búinn að senda tilkynningu út á WP, hann mun sjá um að taka út starfsmannalista HVE og fara yfir hann.
Verkefni í vetur, vekja athygli á WP, halda áfram með vinnu Vilborgar um viðverustefnu.
SÞS veltir upp hvort eigi að endurvekja deildarstjórafundi á Akranesi – Umræða tekin.
ÞB fer yfir læknamál á heilsugæslum HVE. Kynning verður í næstu viku fyrir sérnámsgrunnlækna, Ingi Karl fer fyrir hönd HVE.
Farið yfir stöðu yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslu Akraness.
Hlé gert á fundi kl. 12 og haldið áfram kl. 14. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00
Þura B. ritaði fundargerð