Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 23. maí 2023 kl. 8:30 á Akranesi.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Þórir Bergmundsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Verkefni síðustu vikna, staða fyrirspurna og verkefna.
JFJ fór yfir verkefni síðustu vikna, rætt.
- Ársreikningur 2022 lagður fram.
Ársreikningur HVE fyrir árið 2022 lagður fram. ÁÁ fór yfir reikninginn og fram kom að neikvæð rekstrarafkoma á árinu nam 6,4 m.kr. fyrir fjármagnsliði en 12,4 m.kr. með fjármagnsliðum, þ.e. vaxtakostnaði. Tekjur ársins námu 7 milljarðar kr. afkoman nam því 0,18%. Á árinu 2021 var jákvæð afkoma um 35 m.kr. Eigið fé var jákvætt um 44,6 m.kr.
Niðurstaða málefnasviða var eftirfarandi: Heilsugæslusvið jákvætt um 55 m.kr. eða 2%, sjúkrasvið neikvætt um 37,1 m.kr. eða 1% og hjúkrunarsvið neikvætt um 30 m.kr. eða 4%.
- Ársskýrslan 2022.
Rætt um árskýrsluna fyrir árið 2022.
- Mánaðarleg skil afkomugreiningar og mánaðalegir fundir stofnana með HRN.
Rætt um mánaðarlegar afkomugreiningar og mánaðarlega fundi stofnana með HRN.
- Staða framkvæmdastjóra lækninga á HVE.
Hluti framkvæmdastjórnar átti fund með Sigurði Einari Sigurðssyni föstudaginn 19. maí s.l. Í framhaldi fundar var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri lækninga, gert er ráð fyrir að hann hefji störf þann 1. september 2023. Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 2012.
- Endurnýjun samnings við Landspítala um myndgreiningarþjónustu.
Gerður hefur verið viðauki um endurnýjun á samningi við Landspítala vegna myndgreiningarþjónustu.
- Framtíðarverkefni heilsugæslu og aðgerðaráætlun.
Fjallað um framtíðarverkefni heilsugæslu og aðgerðaráætlun. Umræða um fund með stjórnendum heilsugæslustöðvanna sl. miðvikudag. Ákveðið að búið verði að fara á allar starfsstöðvar fyrir 15. júní.
Framkvæmdastjórn eða hluti hennar fer á staðinn. Ekki búið að fá verkefnastjóra til að vinna að innleiðingu á sameiginlegri símaþjónustu. Umræða um afgreiðslustanda og hvernig það geti létt á móttökum á hverri stöð.
8. Mannauðsmál.
- Þura segir frá að yfirhjúkrunarfræðingur á Hólmavík hætti störfum 30. júní. Verið er að ræða við hjúkrunarfræðing um hlutastarf.
- Staða yfirhjúkrunarfræðings í Ólafsvík er laus til umsóknar.
- Staða hjúkrunardeildarstjóra Hvammstanga er laus til umsóknar frá 1. sept. 23.
- Staða deildarstjóri svæfingadeildar HVE á Akranesi var auglýst og einn umsækjandi sótti um. Ingibjörg Indriðadóttir var ráðin.
- Liðsauki við læknamönnun í Grundarfirði.
- Ekki komnar umsóknir um yfirlæknisstöðu á A deild.
- Ekki umsókn um stöðu deildarstjóra heilbrigðisgagnafræðinga á Akranesi.
- Ekki umsókn um yfirlæknisstöðu í Borgarnesi.
- Umræða um sjúkraflutninga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:17
Ásgeir Á. ritaði fundargerð vegna dagskrárliða 1 til 6, Rósa M. frá dagskrárliðum 7 til 8.