Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 23. maí 2023 kl. 8:30 á Akranesi.

 Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Þórir Bergmundsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

  1. Verkefni síðustu vikna, staða fyrirspurna og verkefna.

JFJ fór yfir verkefni síðustu vikna, rætt.

 

  1. Ársreikningur 2022 lagður fram.

Ársreikningur HVE fyrir árið 2022 lagður fram. ÁÁ fór yfir reikninginn og fram kom að neikvæð rekstrarafkoma á árinu nam 6,4 m.kr. fyrir fjármagnsliði en 12,4 m.kr. með fjármagnsliðum, þ.e. vaxtakostnaði.  Tekjur ársins námu 7 milljarðar kr. afkoman nam því 0,18%.  Á árinu 2021 var jákvæð afkoma um 35 m.kr.  Eigið fé var jákvætt um 44,6 m.kr.

Niðurstaða málefnasviða var eftirfarandi:  Heilsugæslusvið jákvætt um 55 m.kr. eða 2%, sjúkrasvið neikvætt um 37,1 m.kr. eða 1% og hjúkrunarsvið neikvætt um 30 m.kr. eða 4%.

 

  1. Ársskýrslan 2022.

Rætt um árskýrsluna fyrir árið 2022.

 

  1. Mánaðarleg skil afkomugreiningar og mánaðalegir fundir stofnana með HRN.

Rætt um mánaðarlegar afkomugreiningar og mánaðarlega fundi stofnana með HRN.

 

  1. Staða framkvæmdastjóra lækninga á HVE.

Hluti framkvæmdastjórnar átti fund með Sigurði Einari Sigurðssyni föstudaginn 19. maí s.l.  Í framhaldi fundar var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri lækninga, gert er ráð fyrir að hann hefji störf þann 1. september 2023.  Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 2012.

 

  1. Endurnýjun samnings við Landspítala um myndgreiningarþjónustu.

Gerður hefur verið viðauki um endurnýjun á samningi við Landspítala vegna myndgreiningarþjónustu.

 

  1. Framtíðarverkefni heilsugæslu og aðgerðaráætlun.

Fjallað um framtíðarverkefni heilsugæslu og aðgerðaráætlun. Umræða um fund með stjórnendum heilsugæslustöðvanna sl. miðvikudag.  Ákveðið að búið verði að fara á allar starfsstöðvar fyrir 15. júní.

Framkvæmdastjórn eða hluti hennar fer á staðinn.  Ekki búið að fá verkefnastjóra til að vinna að innleiðingu á sameiginlegri símaþjónustu. Umræða um afgreiðslustanda og hvernig það geti létt á móttökum á hverri stöð.

 

8. Mannauðsmál.

  • Þura segir frá að yfirhjúkrunarfræðingur á Hólmavík hætti störfum 30. júní. Verið er að ræða við hjúkrunarfræðing um hlutastarf.
  • Staða yfirhjúkrunarfræðings í Ólafsvík er laus til umsóknar.
  • Staða hjúkrunardeildarstjóra Hvammstanga er laus til umsóknar frá 1. sept. 23.
  • Staða deildarstjóri svæfingadeildar HVE á Akranesi var auglýst og einn umsækjandi sótti um.  Ingibjörg Indriðadóttir var ráðin.
  • Liðsauki við læknamönnun í Grundarfirði.
  • Ekki komnar umsóknir um yfirlæknisstöðu á A deild.
  • Ekki umsókn um stöðu deildarstjóra heilbrigðisgagnafræðinga á Akranesi.
  • Ekki umsókn um yfirlæknisstöðu í Borgarnesi.
  • Umræða um sjúkraflutninga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:17

Ásgeir Á. ritaði fundargerð vegna dagskrárliða 1 til 6, Rósa M. frá dagskrárliðum 7 til 8.