Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 2. október 2024 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.   Hulda Gestdóttir er í orlofi.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 25. september 2024 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og reksturs.

Rætt um frumvarp til fjárlaga og rekstraráætlun næsta árs, en fram kom að áætlunarkerfið Akra hafi opnað í gær, þann 1. október, en skila á áætlun næsta ár þann 16. október n.k.  Fram kom að þessi tímamörk muni ekki geta haldist í ljósi þess hve áætlunarkerfið opnar seint.

Þá var fjallað um þriggja ára áætlun stofnana, líkan fyrir markmið, mælikvarða og aðgerðir stofnana sem komin er inn í Akrakerfið.   

Farið var yfir stefnuskjal og fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025.

 

Fram kom að undanfarna daga hafi vinna farið fram við uppsetningu og kennslu á nýju sneiðmyndartæki á myndgreiningardeild á Akranesi.  Tækið verður að fullu komið í notkun í lok vikunnar.  Fjárfesting við þetta tæki er um 150 milljónir króna, framlag til þessa nam um 130 milljónum króna, mismunurinn er fjármagnaður af almennu fjárfestingarframlagi.

 

  1. Samhæfingarteymi vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu.

Fjallað um skipan samhæfingarteyma á landinum á vegum TR.  Þau verða 6 talsins, í Reykjavík, í Kraganum, Vesturland og Vestfirðir, Norðurland, Austurland og Suðurland og Suðurnes.

Félagsþjónustur á svæðunum munu tilnefna tvo fulltrúa frá hverju svæði og einn til vara.  Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða munu skipa sinn fulltrúa hvor og einn til vara, þá mun VIRK og Vinnumálastofnun á svæðinu skipa tvo og einn til vara.  Sérfræðingur og teymisstjóri verður í öllum teymum frá TR.

 

  1. Erindi frá starfsfólki sjúkraflutninga í Búðardal.

Lagt fram erindi frá starfsfólki sjúkraflutninga í Búðardal.  Ný staða sjúkraflutningamanns í Búðardal, dags. 26. september 2024.

Í erindinu hvetja bréfritarar, starfsfólk sjúkraflutninga í Búðardal, framkvæmdastjórn HVE til að skoða með opnum hug að stofna nýtt stöðugildi sjúkraflutningamanns í fullu starfi í Búðardal frá og með 1. janúar 2025.   Fram kom í erindinu að Dalabyggð væri tilbúið að koma að slíku starfi með HVE, raunar kom fram í bréfinu að sveiftarfélagið stefni á að ráða starfsmann, væntanlega í hálft starf, þá á móti HVE. 

JFJ lagði fram yfirlit yfir fjölda sjúkraflutninga á svæðinu, voru 97 talsins m.v. september nú í ár eða 2,5 flutningar að meðaltali á viku, voru 104 talsins á sama tíma í fyrra.  Heildarfjöldi flutninga hjá HVE þetta tímabil nú í ár er 2.326 á móti 2.313 fyrra ár.  

Rætt um málið og það skoðað frekar, m.a. með fulltrúum sveitarfélagsins.   Stefnt er því að niðurstaða  liggi fyrir á næsta fundi.

 

  1. Þjónustukönnun ríkisins.

Fjallað var um fund þeirra JFJ og Garðars Jónssonar með Trausta Haraldssyni hjá Prosent vegna mögulegarar þátttöku HVE í þjónustukönnun ríkisins.  Spurningarlistar verða á þremur tungumálum, t.d. íslensku, ensku og pólsku.   Könnunin beinist að sjúklingum legudeilda, vistmönnum hjúkrunardeilda og aðstandendum.

Um er að ræða 5 spurningar ásamt bakgrunnsspurningum (aldur, kyn, búseta).   Árlegur kostnaður er 50 þús. kr. fyrir hvern straum og 90 þús. kr. á ári fyrir aðgang að mælaborði.

Samþykkt að fara í þessa könnun, sem getur í raun verið virk allt árið um kring.

Samningur verður gerður til eins árs til að byrja með.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.