Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn miðvikudaginn 4. júní 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir forfallaðist.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 14. maí 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl 2025. Fjallað um fund JFJ og ÁÁ með ráðuneytinu í síðustu viku vegna rekstrar. Farið var yfir rekstrarþætti einstakra sviða og starfsstöðva. Þá mun verða fundur með heilbrigðisráðuneytinu vegna fjármögnunarlíkans heilsugæslunnar nú í dag.
- Starfsáætlun HVE.
JFJ fjallaði um starfsáætlun.
Rætt um að boða ábyrgðamenn aðgerða starfsáætlunar á fund.
- Samningur um lyfjablöndun milli Landspítala og HVE.
Lögð fram drög að samningum um lyfjablöndum krabbameinslyfja hjá Landspítala fyrir HVE.
- Endurskoðuð Lyfjastefna HVE.
Lögð fram endurskoðuð lyfjastefna HVE.
Stefnan var samþykkt. Hún skal endurskoðuð á 5 árs fresti.
- Sérnámslæknir á Kvennadeild.
Samþykkt að stefna að því að gera samning við Landspítala um sérnám í kvensjúkdómum með svipuðu sniði og gert var varðandi sérnámslækni í bæklunarskurðlækningum Taki það gildi frá næstu áramótum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.