Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn miðvikudaginn 4. júní 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.  Hulda Gestsdóttir forfallaðist.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 14. maí 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl 2025.  Fjallað um fund JFJ og ÁÁ með ráðuneytinu í síðustu viku vegna rekstrar.  Farið var yfir rekstrarþætti einstakra sviða og starfsstöðva.   Þá mun verða fundur með heilbrigðisráðuneytinu vegna fjármögnunarlíkans heilsugæslunnar nú í dag.

 

  1. Starfsáætlun HVE.

JFJ fjallaði um starfsáætlun.  

Rætt um að boða ábyrgðamenn aðgerða starfsáætlunar á fund.

 

  1. Samningur um lyfjablöndun milli Landspítala og HVE.

Lögð fram drög að samningum um lyfjablöndum krabbameinslyfja hjá Landspítala fyrir HVE.

 

  1. Endurskoðuð Lyfjastefna HVE.

Lögð fram endurskoðuð lyfjastefna HVE.

Stefnan var samþykkt.  Hún skal endurskoðuð á 5 árs fresti.

 

  1. Sérnámslæknir á Kvennadeild.

Samþykkt að stefna að því að gera samning við Landspítala um sérnám í kvensjúkdómum með svipuðu sniði og gert var varðandi sérnámslækni í bæklunarskurðlækningum  Taki það gildi frá næstu áramótum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.