Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 4. september 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðust fundargerðar.
Fundargerð frá 21. ágúst 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Rætt um fjármál og rekstur. ÁÁ kynnti samanburð fjárveitinga til rekstar árið 2024 m.v. 2023, en þar kemur fram að fjárveitingar til reglulegrar starfsemi séu 152,7 m.kr. lægri en árið 2023, lækkun sem nemur 2,2%. Fram kom að ef fjárveitingar síðasta árs væru uppreiknaðar m.v. launavísitölu og neysluverðsvísitölu m.v. rekstrarskiptingu er misræmið um 560 m.kr.
Fjallað ítarlega um slæma rekstrarstöðu nú. Farið sérstaklega yfir heilsugæslusvið og skurðstofu og svæfingu.
Samningur SÍ og HVE varðandi biðlistaaðgerðir fékk umræðu. Samningurinn mun verða staðfestur.
- Ársskýrsla HVE 2023 og ársfundur 5. september.
Ársskýrsla fyrir árið 2023 lögð fram og kynnt.
Rætt var um ársfund og dagskrá þann 5. september.
- Gæðastefna HVE, drög lögð fram til umræðu og samþykktar.
Farið yfir gæðastefnu HVE, henni breytt lítillega og hún samþykkt.
- Tilboð í málaskrárkerfi og gæðahandbók auk ábendinga- og innri úttektarkerfið.
Garðar Jónsson gæðastjóri lagði fram og kynnti tilboð í Workpoint málaskrárkerfi, gæðahandbók, úttektarkerfi og ábendingakerfi frá Spektra.
Samþykkt að gagna til kaupa á málaskrárkerfi og gæðahandbók. GJ kalli eftir nýju tilboði miðað við fækkun notenda.
- Betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar 1. nóvember.
Fjallað um betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar frá 1. nóvember 2024, en frá þeim tíma mun 36 tíma vinnuvika verða fest og ákvæðið um „betri vinnutími“ er þar með felldur úr gildi. Vaktahvati mun jafnframt verða greiddur út mánaðarlega en taka mið af þremur launatímabilum í stað eins.
SÞS sagði frá fundi hans með launafulltrúa og fulltrúa kjara- og mannsauðssviðs vegna málsins.
Stytting vinnvikunnar um 4 klst. á viku gerir raunar ráð fyrir að opnunartími stofnunar verði til ca. 15 alla virka daga vikunnar eða fært niður á föstudögum.
Umræða var um að HVE stefni á að færa alla starfsemi þannig að lokað verði á hádegi alla föstudaga.
Fundað verður með svæðisstjórum um málið.
- Mannauðsmál.
Fram kom að búið væri að ráða inn nýjan móttökuritara í afgreiðsluna á Akranesi.
Umræða var um ósk um aukningu á stöðu deildarritara á B/C-deild.
Fjallað um sjúkraflutninga, en stefnt er að því að hafa fund hið fyrsta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.