Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 5. nóvember 2025 kl. 10:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir var forfölluð.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 29. október 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
JFJ fjallaði um fund forstjóra með fjárlaganefnd nú í morgun.
ÁÁ lagði fram yfirlit yfir fjármál og rekstur. Fram kom að rekstrarhalli tímabilið janúar til september 2025 væri 486 m.kr. eða 7% af tekjum. Þar af eru það 3 fjölmennustu stéttarfélögin sem hafa hækkað um 422 m.kr. á milli ára. Fram kom að fundur væri með heilbrigðisráðuneytinu í dag um rekstur og fleira.
Í framhaldi umræðu um rekstur, áætlun og starfsmannahald þar tengdu, var ákveðið að auglýsa eftir læknum fyrir Snæfellsnes, gæti t.d. tekið gildi frá næsta vori en má vera fyrr.
- Persónuverndarstefna HVE
Lögð fram persónuverndarstefna HVE (STE-0312) Útgáfa 0.2 og hún samþykkt.
- Fundur með Fagráði HVE 11. nóvember
Lagðar fram breytingar á starfsreglum fagráðs og skipun og verklag.
Fjallað var um fund með fulltrúum fagráðs í næstu viku.
- Vinnustund – reglur um samþykktir yfirmanna.
Fjallað um vinnustund og reglur vegna samþykkta yfirmanna deilda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:38.
Ásgeir Á. ritaði fundagerð.