Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 6. desember 2023 kl. 9:00.

 

Mættir:    Jóhanna F. Jóhannessdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.

Fundargerð frá 29. nóvember 2023 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál.

Rætt um rekstraráætlun og fjármál.

 

  1. Stefnuskjal 2024-2026

Fjallað um og farið yfir stefnuskjal áranna 2024 til 2026.

 

  1. Drög að samningi um samstarf vegna heilsueflingar 60+ í Borgarbyggð

Lögð fram drög að samningi um samstarf vegna heilsueflingar 60+ í Borgarbyggð við Janus heilsueflingu.

Málefnið rætt. Samþykkt að ganga til samninga vegna málsins.

 

  1. Ályktun LÍ um stöðu heilbrigðismála, lagt fram.

Lögð fram ályktun Læknafélags Íslands um stöðu heilbrigðismála.  

Þar ályktar aðalfundur LÍ ósk sína um að íslensk stjórnvöld endurskoði heildarskipulag og starfsemi heilbrigðiskerfisins án tafar og bregðist við þeim áskorunum sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir.  Þeirri vinnu verði LÍ að koma að, eins og félagið hefur margsinnis kallað eftir á liðnum árum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  10:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.