Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 9:00 á Akranesi.

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

  1. Útgáfa ársskýrslu fyrir vikulok

Lögð fram árskýrsla fyrir árið 2022.

 

  1. Erindi frá Líknarmiðstöð Landspítala dags 6.júní 2023

Lagt fram bréf dags. 06.06.2023 frá Líknarmiðstöð Landspítala varðandi fimm ára aðgerðaráætlun um líknarþjónustu á Íslandi.

Þar kom fram að nú vinna líknarmiðstöðvar LSH og SAk að því að kortleggja hvernig mál standa varðandi útfærslu með það í huga að mynda tengiliðanet á landsvísu til eflingar líknarmeðferðar bæði á stofnunum og í heimahjúkrun.

Óskað eftir upplýsingum um hvar HVE er statt í þessum málum og óskað eftir hvort HVE gæti tilnefnt aðila fyrir svæðið til samskipta.

Samþykkt að ÞB ræði við Rún um hvort tilnefna megi hana.

 

  1. Gögn frá fundi tengiliða sýkingavarna hjá sóttvarnalækni – lagt fram til kynningar

Lögð fram gögn um fund tengiliða sýkingavarna hjá sóttvarnarlækni frá 1. júní 2023.

 

  1. Fundir með heilsugæslustöðvum um svæðið

Fjallað um fundi með heilsugæslustöðvum HVE.

Framkvæmdastjórn átti fundi með starfsmönnum heilsugæslunnar í Búðardalal og á Hvammstanga í gær, þann 6. júní.  Áður hafði verið fundur í Borgarnesi.  Fundað verður með heilsugæslunni á Akranesi nú í dag, 7. júní 2023.  Áætlað er að funda með starfsmönnum í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, fimmtudaginn 15. júní eða mánudaginn 19. júní.

Lagt fram bréf til stjórnenda varðandi aukna aðgagnsstýringu að heilbrigðisþjónustu sumarið 2023.

  1. Úttekt á heilsugæslum HVE á vegum embættis landlæknis.

Fjallað um erindi vegna úttektar embættis landlæknis.  Óskað er eftir fundi með stjórnendum hér fimmtudaginn 15. júní 2023 kl. 11:00, HVE mun óska eftir að fundað verði föstudaginn 16. júní kl. 11:00.

  1. Húsnæðismál á heilsugæslunni á Akranesi.

Rætt um húsnæðismál á heilsugæslunni á Akranesi, en mikil vöntun er á aðstöðu vegna vaxandi starfsemi.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  10:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.