Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 9:00 á Akranesi.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Útgáfa ársskýrslu fyrir vikulok
Lögð fram árskýrsla fyrir árið 2022.
- Erindi frá Líknarmiðstöð Landspítala dags 6.júní 2023
Lagt fram bréf dags. 06.06.2023 frá Líknarmiðstöð Landspítala varðandi fimm ára aðgerðaráætlun um líknarþjónustu á Íslandi.
Þar kom fram að nú vinna líknarmiðstöðvar LSH og SAk að því að kortleggja hvernig mál standa varðandi útfærslu með það í huga að mynda tengiliðanet á landsvísu til eflingar líknarmeðferðar bæði á stofnunum og í heimahjúkrun.
Óskað eftir upplýsingum um hvar HVE er statt í þessum málum og óskað eftir hvort HVE gæti tilnefnt aðila fyrir svæðið til samskipta.
Samþykkt að ÞB ræði við Rún um hvort tilnefna megi hana.
- Gögn frá fundi tengiliða sýkingavarna hjá sóttvarnalækni – lagt fram til kynningar
Lögð fram gögn um fund tengiliða sýkingavarna hjá sóttvarnarlækni frá 1. júní 2023.
- Fundir með heilsugæslustöðvum um svæðið
Fjallað um fundi með heilsugæslustöðvum HVE.
Framkvæmdastjórn átti fundi með starfsmönnum heilsugæslunnar í Búðardalal og á Hvammstanga í gær, þann 6. júní. Áður hafði verið fundur í Borgarnesi. Fundað verður með heilsugæslunni á Akranesi nú í dag, 7. júní 2023. Áætlað er að funda með starfsmönnum í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, fimmtudaginn 15. júní eða mánudaginn 19. júní.
Lagt fram bréf til stjórnenda varðandi aukna aðgagnsstýringu að heilbrigðisþjónustu sumarið 2023.
- Úttekt á heilsugæslum HVE á vegum embættis landlæknis.
Fjallað um erindi vegna úttektar embættis landlæknis. Óskað er eftir fundi með stjórnendum hér fimmtudaginn 15. júní 2023 kl. 11:00, HVE mun óska eftir að fundað verði föstudaginn 16. júní kl. 11:00.
- Húsnæðismál á heilsugæslunni á Akranesi.
Rætt um húsnæðismál á heilsugæslunni á Akranesi, en mikil vöntun er á aðstöðu vegna vaxandi starfsemi.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.