Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 24. apríl lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
ÁÁ fór yfir rekstaryfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl, ásamt rekstrarspá til maí. Fram kom að reksturinn væri mjög þungur fyrstu 3 mánuði ársins, eða með 214,7 m.kr. rekstrarhalla, en samkvæmt rekstrarspá út maí mun staðan lagast aðeins og fara niður í 119 m.kr. halla eða 4,2% af rekstarframlagi og tekjum. Þessi breyting helgast m.a. af dreifingu fjárlaga á þessi tímabil.
Þá kom fram að viðræður væru við ráðuneytið vegna liðskiptaaðgerða, sérstaklega fast framlag og verð pr. aðgerð eins og staðan er í dag.
Þá eru að hefjast viðræður við SÍ um greiðslur fyrir framkvæmdar kvensjúkdómaaðgerðir umfram fastan grunn. Einnig var rætt um að tímabært væri að taka upp viðræður um DRG á sjúkrahúsinu á Akranesi eins og gert hefur verið á SAK og Landspítala.
- Starfsemin í sumar
Rætt um starfsemina í sumar.
- Innleiðing forflokkunar 1700 á HVE
JFJ ræddi um innleiðingu forflokkunar á HVE. Fram kom hjá henni að um 28 starfsmenn hafi mætt á Teams fund sem haldin var um málið þann 7. maí.
Umræða var um símasvörun og þjónustu innan HVE.
Ákveðið er að gera einn samræmdan símsvara fyrir alla staði.
- Seta í nefndum og ráðum á HVE
Rætt var um setu starfsmanna í nefndum og ráðum á HVE.
- Boð til starfsmanna sem hætta sökum aldurs.
Umræða var um boð til starfsmanna sem hætt hafa störfum sökum aldurs.
Samþykkt að bjóða þessum starfsmönnum ásamt mökum í mat hér á Akranesi 30. maí.
- Mannauðsmál
Geðþjónusta á Akranesi. Rætt um fyrirhugað leyfi geðlæknis. Þá kom fram að Monika Emilsdóttir
muni sinna geðþjónustu þennan tíma.
Ráðning deildarstjóri Heilbrigðisgagnadeildar. Rætt um málefnið.
Akademias. SÞS ræddi um samningagerð við fyrirtækið.
Sérnámsgrunnlæknar og sérnám. SES sagði frá því að í mótun væri erindi til mats- og hæfisnefndar fyrir sérnám lækna um fjölgun sérnámsgrunnlækna á Akranesi. Þá kom einnig fram hjá honum að erindi hafi farið út til nefndarinnar um að taka inn sérgreinalækna á sviði bæklunar- og kvensjúkdóma, verður ítrekað núna þegar ný mats- og hæfisnefnd hefur tekið við.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:40
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.