Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 8. október 2025 kl. 9:30
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 2. október 2025 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Rætt um fjármál og rekstur. Fram kom að aðgangur að Akra, áætlunarkerfi ríkisins hafði opnað þann 7. október og stofnunum væri gefinn tími til 17. október til að skila áætlun næsta árs.
JFJ sagði frá fundi sínum með heilbrigðisráðuneytinu sem haldinn var í gær. Fram kom að ráðuneytinu hafi verið sent minnisblöð vegna lífeyrirsskuldbindinga og öryggisvörslu, kostnaður vegna hvors um sig er um 80 m.kr. Fram kom að svokallaðir varasjóðir málefnasviða verða lagðir niður hjá ráðuneytum.
Umræða var um kjarasamninga lækna og fjármögnunarlíkan heilsugæslu, t.d. mönnunarviðmið og fleira.
- Samantekt yfirmanna vegna frumathugunar á húsnæði heilsugæslu á Akranesi, lagt fram
Lögð fram samantekt yfirmanna heilsugæslunnar á Akranesi vegna frumathugunar á húsnæði heilsugæslunnar þar.
- Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi – Prófunarfasi 2
Lagt fram erindi frá Ágústi Inga Ágústssyni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um lýðgrundaða skimum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, dags. 1. október 2025.
- Fjarheilbrigðisþjónustuverkefni í Byggðaáætlun
Fjallað um erindi frá heilbrigðisráðuneyti, dags. 22. september 2025, um mögulega fjármögnun verkefna sem heyra undir ráðuneytið samkvæmt byggðaáætlun. En í byggðaáætlun er miðað að því að bæta heilbrigðisþjónustu með því að nýta nýjustu tækni í heilbrigðisþjónustu. Frestur til að skila inn verkefnatillögum er til 20. október 2025. HG fjallaði um mögulega fjarheilbrigðisþjónustu í tengslum við heimaspítala og eða heimaþjónustu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.