Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 9:00

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.

Fundargerð frá 1. nóvember 2023 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Rekstraráætlun.

Fjallað um rekstraráætlun HVE fyrir árið 2024.

Sérstaklega rætt um Silfurtún í samhengi við áætlun.

 

  1. Formleg opnun hjúkrunarheimilis og upplýsingablað frá FSRE.

Rætt um formlega opnun hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi, þann 2. nóvember s.l..  Heimilið er á 2. og 3. hæð í húsnæði HVE í Stykkishólmi, samanstendur af 18 rýmum og telur samtals 1.280 fermetra með sameiginlegum rýmum.  

Lagt fram upplýsingablað frá FSRE vegna opnunarinnar.

Hjúkrunarheimilið hefur hlotið nafnið Systraskjól.

 

  1. Hugmyndir um stöðu rekstrarstjóra fyrir Snæfellnes.

Umræða um mögulega stöðu rekstrarstjóra fyrir starfsstöðvar á Snæfellsnesi.

 

  1. Erindi frá LH – Tilnefning fulltrúa í fagráð embættis landlæknis um sjúklingaöryggi

Lagt fram erindi frá LH um skipun fulltrúa í fagráð embættis landlæknis um sjúklingaöryggi.

SES er til í að bjóða sig fram í fagráðið.  ÁÁ sendir á formann LH.

 

  1. Stofnun ársins – tilkynning.

Lagt fram erindi Sameykis dags. 1. nóvember 2023 um könnun meðal félagsfólks sem framkvæmd er af Gallup undir nafninu Stofnun ársins.

 

  1. Jólaglaðningur til starfsmanna

Rætt um mögulegan jólaglaðning til starfsmanna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.