Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.
Fundargerð frá 1. nóvember 2023 lögð fram og samþykkt.
- Rekstraráætlun.
Fjallað um rekstraráætlun HVE fyrir árið 2024.
Sérstaklega rætt um Silfurtún í samhengi við áætlun.
- Formleg opnun hjúkrunarheimilis og upplýsingablað frá FSRE.
Rætt um formlega opnun hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi, þann 2. nóvember s.l.. Heimilið er á 2. og 3. hæð í húsnæði HVE í Stykkishólmi, samanstendur af 18 rýmum og telur samtals 1.280 fermetra með sameiginlegum rýmum.
Lagt fram upplýsingablað frá FSRE vegna opnunarinnar.
Hjúkrunarheimilið hefur hlotið nafnið Systraskjól.
- Hugmyndir um stöðu rekstrarstjóra fyrir Snæfellnes.
Umræða um mögulega stöðu rekstrarstjóra fyrir starfsstöðvar á Snæfellsnesi.
- Erindi frá LH – Tilnefning fulltrúa í fagráð embættis landlæknis um sjúklingaöryggi
Lagt fram erindi frá LH um skipun fulltrúa í fagráð embættis landlæknis um sjúklingaöryggi.
SES er til í að bjóða sig fram í fagráðið. ÁÁ sendir á formann LH.
- Stofnun ársins – tilkynning.
Lagt fram erindi Sameykis dags. 1. nóvember 2023 um könnun meðal félagsfólks sem framkvæmd er af Gallup undir nafninu Stofnun ársins.
- Jólaglaðningur til starfsmanna
Rætt um mögulegan jólaglaðning til starfsmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.