Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 9. október 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir er í orlofi.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 2. október 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Rætt um fjármál og reksturs.
Umræða var um ómskoðunartæki fyrir myndgreiningu, en læknar sem koma á myndgreiningadeild kvarta mjög yfir núverandi tæki sem er orðið gamalt.
Vinna við áætlun er hafin en ljóst er að áætlun mun ekki liggja fyrir þann 16. október n.k. enda var aðeins opnað fyrir áætlunarkerfið þann 2. október.
Fram kom að ráðuneyti væri kunnugt um að rekstrarstaða HVE er verulega slæm og raunar er komin tími á að upplýsa ráðherra um stöðuna formlega.
Ítarlega umræða var vegna slæmrar rekstrarstöðu. JFJ og ÁÁ munu vinna að greinargerð vegna málsins.
- Vinna við endurskoðun stefnuskjals og starfsáætlunar.
Fundað verður með stjórnendum heilsugæslusviðs þann 14. nóvember n.k. í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Samþykkt að fundað verði með sjúkrasviði þann 30. október 2024.
- Fundur með SSV 2. október 2024.
Rætt um fund með SSV sem haldin var þann 2. október 2024.
Umræða var um samstarf og fundi með sveitastjórnum á okkar svæði.
- Erindi frá tölvudeild
Lagt fram erindi um sjónvarpsmál HVE í heild sinni, um svokallað hótel áskrift.
Samþykkt að stefna að því að setja þessa leið upp í áföngum fyrir sameiginleg rými. Boðið verður upp á þessa tengingu í sameiginlegum rýmum en í hjúkrunarrýmum hjúkrunarsviðs þurfa íbúar að eiga sín eigin sjónvörp þó boðið verði upp á þessa tenginu sem um ræðir.
ÁÁ ræðir við tölvudeild vegna málsins.
- Stafræn skref í samvinnu við Stafrænt Ísland
Fjallað um stafræn skref sem eru níu talsins.
https://island.is/s/starfaent-island/starfraen-skref
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.