Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 9:00 

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.  

 

Dagskrá. 

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar. 

Fundargerð frá 3. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.  

 

  1. Rekstraráætlun og fjárlög 2024, framvinda. 

Fjallað um rekstaráætlun og fjárlög ársins 2024.  

Rætt var um rekstur og þjónustu almennt.  

 

  1. Undirbúningur að formlegu gæða- og umbótastarfi samkvæmt umbótaáætlun. 

SES kynnti undirbúningsvinnu að gæða- og umbótastarfi.   

Fram kom að næstu skref yrðu aðalega þríþætt.  Fyrst yrði kynning á gæðaáætlun landlæknis með starfsmönnum, haldin verður vinnufundur um gæðavinnu og staðla á heilbrigðisstofnunum og svo þarf að finna og skipa gæðaverði og gæðastjóra.  Fundur verður þann 14. eða 21. janúar næst komandi.    

Rætt um málefnið.   

 

  1. Verkefni innan hjúkrunar á heilsugæslusviði. 

HG ræddi um breytingar á verkefnum innan hjúkrunar á heilsugæslusviði, en nú hefur staða sviðsstjóra heilsugæslu hjúkrunar verið lögð niður í tengslum við starfslok fyrrverandi sviðsstjóra.   HG benti á að nú væru komnir inn verkefnastjórar innan sviðsins og að hluti verkefna fari á borð framkvæmdastjóra hjúkrunar.  

Þá var umræða um læknaþáttinn í sama samhengi, en sviðstjóri lækninga á heilsugæslu hefur ekki verið skilgreindur í nokkur ár. 

Fram kom í umræðunni að þessar stöður sviðstjóra voru barn síns tíma, m.a. í tengslum við sameiningu á starfsstöðvum og skipulagi starfsins.   

 

Umræða var um notkun og þróun sjúkraskrárkerfa.  

 

  1. Ákall heilbrigðisráðuneytis um daglega stöðuskýrslu til ráðuneytis.  

Fjallað um ákall heilbrigðisráðuneytis um mögulega aðkomu HVE gagnvart vanda Landsspítala. Fram kom hjá JFJ að heilbrigðisráðherra hafi haft samband í síðustu viku vegna málsins.  Samskipti hafa verið við innlagnarstjóra Landspítala og fleiri undanfarið.  

Lögð fram stöðuskýrsla HVE unnin af SES um stöðu legudeilda hverju sinni, sem gerð var í samræmi við fyrirspurn ráðuneytis. 

Rætt um málefnið.  

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45. 

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.