Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 10. desember 2025 kl. 10:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.  Sigurður E. Sigurðsson er forfallaður.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 3. desember 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Rætt um rekstur ársins, umræða var um launabætur og fjárheimildir.

Þá voru nýir samningar lækna ræddir, en frá og með áramótum mun kaup á verktakaþjónustu lækna hætta miðað við tilmæli frá heilbrigðisráðuneyti.

 

  1. Farsældarráð Norðurlands vestra og Vestfjarða.

Farsældarráð Norðurlands vestra var formlega stofnað fimmtudaginn, 27. nóvember síðastliðinn, við undirritun samstarfssamnings og samstarfsyfirlýsingar í Krúttinu á Blönduósi. Með ráðinu hefst markvisst og samræmt samstarf sveitarfélaga og helstu stofnana sem veita þjónustu við börn og fjölskyldur á svæðinu. Ráðið verður vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

 

Það eru sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður sem undirrituðu samning um sameiginlega ábyrgð á farsældarráðinu. Jafnframt var undirrituð samstarfsyfirlýsing með þjónustuaðilum og stofnunum á svæðinu, þar á meðal Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögregluembætti Norðurlands vestra, Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, svæðisstöðvum íþróttahéraða og kirkjunni á Norðurlandi vestra.

  1. Lyfjaskammtarar og fjarvöktun.

Fjallað um lyfjaskammtara og fjarvöktun, en þann 28. nóvember s.l. barst erindi frá heilbrigðsráðuneytinu um málefnið.   Fram kom í máli HG að þörf á lyfjaskömmturum hjá HVE væri um 10 til 15 talsins hverju sinni.   Þá var umræða um fjarvöktun í heimahjúkrun og má ætla að 15 slík leyfi og jafnmargir lyfjaskammtarar kosti allt að 1,5 m.kr. á mánuði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.