Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 11. júní 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 4. júní 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Verktakasamningar heilbrigðisstofnana, bréf hrá HRN sem barst 2. júní 2025.

Lagt fram og fjallað um bréf HRN dags. 2. júní 2025.  En þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að stofnanir hætti gerð verktakasamninga við lækna í síðasta lagi 1. janúar 2026. 

 

Ráðneytið mælist til þess í erindi sínu að verksamningar verði ekki endurnýjaðir og að ekki verði gerðir nýjir slíkir samningar.  Þannig verður í áföngum unnt að tryggja að allir vinnusamningar við heilbrigðsstarfsfólk verði í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og kjarasamninga og endurspegli raunverulega ábyrð og hlutverk hvers og eins starfmanns.

 

  1. Gott að eldast.

Rætt um verkefnið gott að eldast.   

JFJ fór yfir málið, en fram kom að það gengi fremur hægt að samþætta þjónustu HVE og sveitarfélagana í heimahjúkrun og félagsþjónustu.  Fram kom hugmynd um að SSV komi að málum og ráði til sín teymisstjóra eða verkefnisstjóra í samráði við HVE til þess að setja fram sameiginlegt mat á heimahjúkrun og félagsþjónustu.  Fram kom að helst yrði horft til að ráða iðjuþjálfa í starfið.     

Samþykkt að fá fund með SSV með það í huga að þeir taki að sér stjórnun á verkefninu og ráðningu á teymisstjóra fyrir verkefnið.

 

  1. Klínískt starfsnám sérnámsgrunnlækna og sérnámslækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

 

Lagt fram minnisblað um klínínskt starfsnám sérnámsgrunnlækna og sérnámslækna á HVE. 

Fram kom að nú væri búið að tryggja mönnun sérnámsgrunnlækna út árið, ýmist 4 eða allt að 6 talsins.   Sérnámsgrunnlæknar ganga nú svokallaðar húsvaktir, raunar er nauðsynlegt að hafa alltaf 6 lækna í starfi, enda telja tvær 16 tíma vaktir samtals 32 tíma af 36 tíma vinnuviku.  Reiknað er með því að þrír læknar verði á skurðsviði annars vegar og hins vegar þrír læknar á lyflækningasviði hverju sinni.

 

Þá er stefnt að því að til viðbótar við sérnámslækna í bæklun verði boðið upp á sérnám í kvensjúkdómum, samtals eitt stöðugildi á ársgrundvelli.   En tryggja þarf að þessu námi fylgi fjármagn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.