Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 12. febrúar 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 5. febrúar verður lögð fram á næsta fundi.

 

  1. Fjármál og rekstur

Fjallað um fjármál og rekstur.

 

Rekstrarframlag að fjárhæð 67 m.kr. fékkst fyrir hjúkrunarsvið vegna núverandi árs, fram kom að þetta væri í samræmi við aukaframlag sem sviðið fékk á síðasta ári og beiðnir HVE vegna þessa árs.   Eftir standa því óráðstafaður niðurskurður að fjárhæð 37 m.kr. á sjúkrasviði og 57 m.kr. á heilsugæslusviði, samtals um 94 m.kr.  

Fram kom að útkomuspá vegna ársins hafi verið send til HBR s.l. mánudag með þessum upplýsingum. 

 

  1. Samstarfsyfirlýsing HVE og SSV -drög frá SSV, framhald umfjöllunar frá síðasta fundi

Farið yfir drög samstarfslýsingar HVE og SSV.  

JFJ mun senda SSV yfirfarin drög til SSV til skoðunar.

 

  1. Reynslutími við ráðningar

JFJ fjallaði um reynslutíma við ráðningar, en hingað til hefur að jafnaði verið miðað við reynslutíma í þrjá mánuði við ráðningu starfsmanna.   Fram kom hjá henni að hún hafi átt samtöl við lögfræðing Kjara- og mannauðsviði ríkisins vegna málsins.

Framkvæmdastjórn samþykkir að skoða frekar að hvort reynslutími við nýráðningar skuli miðast við sex mánuði í stað þriggja áður.  JFJ mun taka málið upp á fundi með öðrum forstjórum heilbrigðistofnana.

 

  1. Sumarafleysingar

Umræða var um sumarafleysingar og laus störf almennt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.