Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir er í orlofi.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 5. júní lögð fram og samþykkt.
- Jafnlaunavottun- launagreining Vilborg Lárusdóttir kemur til fundarins.
Vilborg Lárusdóttir kom til fundar og fór yfir jafnlaunavottun HVE fyrir árið 2024, gildir til ársins 2026.
Fram kom að í áliti úttektaraðila að launagreining væri trúverðug sem og starfaflokkunin sem við á. Frávikið var innan þessa ramma sem settur hefur verið, er 3,6% árið 2024, var 3,8% á síðasta ári, 4,4% árið 2022 og 4,7% árið 2021. Kynning á niðurstöðum verða settar á Workplace fyrir starfsmenn.
Jafnlaunamarkmið HVE á óútskýrðum launamun er 0% og stefnt er að því að frávik verði ekki meira en 5%.
Rætt var um málefnið.
- Fjármál og rekstur
ÁÁ fjallaði um fjármál og rekstur. Fór yfir erindi frá 6. maí s.l. sem sent var til heilbrigðisráðuneytis.
- Auðnast og Vinnuvernd, tilboð í þjónustusamning
Lagt fram tilboð frá Auðnast og Vinnuvernd.
Rætt var um málefnið.
Fundarmenn sammála um að kalla eftir samningi um ákveðna þjónustu við Vinnuvernd. SÞS er falið að vinna að samningi.
- Mannauðsmál
Málefni Silfurstúns.
JFJ fjallaði um samskipti sín við HRN varðandi fækkun rýma vegna manneklu í Silfurtúni, en ekki hefur tekist að tryggja fulla mönnun þar frá upphafi aðkomu HVE. Mönnun vakta hefur verið 2-2-1 en þyrfti að vera 3-3-2 miðað við þann fjölda sjúklinga sem þar dvelja. Fór yfir tölvupóstsamskipti sín við HRN vegna málsins.
Fram kom að ráðuneytið gerir ekki athugasemd við áform HVE um að loka tímabundið rýmum fyrir Silfurtún.
Málefni heilbrigðisgagnafræðinga
Nýr deildarstjóri hefur hafið störf á heilbrigðisgagnadeildinni á Akranesi. Þá er einn heilbrigðsgagnafræðingur að hætta störfum sökum aldurs á næstu vikum. Unnið er að ráðningu í hennar stað.
Málefni lækna á kvennadeild.
SES fjallað um málefnið. En fram kom að frá 1. september n.k. mun Katharina taka við sem yfirlæknir deildarinnar og Hrund mun lækka sig í stöðugildi.
Aðalbókari.
Gengið hefur verið frá ráðningu Erlu Kristinsdóttir í stöðu aðalbókara og sérfræðing á fjármálasviði frá og með 1. ágúst 2024. Hún mun þó koma til starfa tímabundið í lok júní til þessa að fá 2 vikur í starfi með núverandi aðalbókara sem lætur af störfum sökum aldurs.
- Önnur mál
Fjarskiptalæknir Íslands.
SES ræddi um nauðsyn þess að kynna starf fjarskiptalæknis fyrir starfsmönnum HVE, hann verður ráðgefandi fyrir meðferð og sjúkraflutninga á landinu öllu.
Fram kom að ráðgjöf fjarskiptalæknis væri hugsuð sem viðbót við núverandi læknisþjónustu. Umsjónarlæknir sjúkraflutninga á hverju svæði munu setja sér verklagsreglur um hvort og hvenær leitað er til fjarskiptalæknis. Fjarskiptalæknir er aðeins til staðar á dagvinnutíma í fyrstu.
SES mun senda út kynningu til starfsmanna hér á HVE um málefnið.
Fleira ekki gert en fundi slitið kl. 11:55.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.