Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 9:30.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá:
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Fundargerð frá 5. október 2023 lögð fram og samþykkt.
- Fjárlög og rekstraráætlun 2024
Rætt ítarlega um fjárlög og rekstraráætlun fyrir árið 2024.
Fram kom að samkvæmt rekstrarspá fyrir árið 2023 stefndi í um 300 m.kr. halla af rekstri ársins og miðað við óbreytt fjárlög stefnir í um 425 m.kr. halla. Það liggur því fyrir að ef þetta verður niðurstaðan, þá stefnir í umtalsverðan niðurskurð á næsta ári. Í heild sinni um 6,3% af fjárlögum næsta árs, 7,8% á heilsugæslusviði, 5,1% af sjúkrasviði og 6,3% af hjúkrunarsviði. Hér er ótalin niðurskurður vegna mögulegs halla á árinu.
Farið yfir liði sem sannarlega vantar í fjárlög næsta árs, svo sem leiðréttingar á vaktkostnaði lækna á heilsugæslusviði og fleiri atriði. Ef þær leiðréttingar ná í gegn þá getur staðan lagast nokkuð.
Þegar fjárlög áranna 2023 og 2024 eru borin saman við nánast hallalausan rekstur árið 2022 sést raunar hve fjárlögin eru vanreiknuð, heildar rekstur árið 2022 nam 7.006,9 m.kr., fjárlög ársins 2023 námu 6.618,3 m.kr. og eru svo áætluð 6.763,9 árið 2024.
- Úrbótaráætlun fyrir heilsugæslu, frágangur fyrir rýni stjórnenda
Fjallað um úrbótaáætlun fyrir heilsugæsluna. Rætt ítarlega um gæða- og öryggismál.
Fundarmenn sammála um að nauðsynlegt sé að ráða gæða- og öryggsstjóra hjá HVE í eina stöðu. Sótt verði til ráðuneytis um viðbótar fjárveitingu til þessa verkefnis.
- Árleg endurskoðun undanþágulista vegna verkfalla
Lagður fram undanþágulisti vegna verkfalla. JFJ og ÁÁ munu klára að uppfæra listann.
- Erindi frá Landsambandi heilbrigðisstofnana , óskum um greinagerð varðandi grein 4 í samþykktum LH
Lagt fram bréf frá stjórn Landsambands heilbrigðisstofnana varðandi óskum um breytingar á grein 4 í samþykktum LH sem snýst um hvaða stofnanir eiga rétt á aðild félagsins.
Nánar rætt á næsta fundi.
- Erindi frá líknarmiðstöð Landspítala vegna tengiliðs
Dagskrárlið frestað fram á næsta fund.
- Slit á gjafasjóði SHA
Lagt fram erindi Sýslumannsinns á Norðurlandi vestra frá 15. september 2023 þar sem fram kemur að embættið fallist á bréf frá 4. ágúst 2023 um niðurlagningu sjóðsins nr. 1707 í sjóðaskrá. Inneign sjóðsins er nú kr. 55.841 og verður ráðstafað Hollvinasamtaka HVE.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.