Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 12. nóvember 2025 kl. 9:00 á Teams.

 

Mættir:   Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 5. nóvember 2025 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Rætt um fjármál og rekstur.

Fram kom að launabætur til hjúkrunarsviðs að fjárhæð 8,6 m.kr. vegna almennra starfsmanna hafa borist. Þá mun HVE þurfa að greiða HH um 7 m.kr. vegna samstarfs um þjónustuver 1700, upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar.

 

  1. Stefna ríkisins í mannauðsmálum fyrir 2026 – 2029

VL fjallaði um stefnu ríkisins í mannauðsmálum, mannauður í lykilhlutverki, framtíðarsýn og áherslur.

 

  1. Samstarfsnefnd HVE vegna stofnanasamninga.

Fjallað um samstarfsnefnd HVE vegna stofnanasamninga.

JFJ kom inn á það að samstarfsnefnd HVE sé skipuð af framkvæmdastjóra fjármála, launafulltrúa og mannauðsstjóra.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.