Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 9:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hulda Gestsdóttir er í orlofi.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 29. febrúar 2024 lögð fram og samþykkt.
- Undirskriftarlisti frá íbúum og velunnurum Grundarfjarðar vegna óánægju með læknisþjónustu
Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum og velunnurum Grundarfjarðar vegna óánægju með læknisþjónustu.
Þar var skorað á stjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ráða fastan lækni fyrir íbúa og gesti Grundarfjarðar sem á þjónustunni þurfa að halda og það sem allra fyrst. „Auk þess sem við fordæmum þá stöðu að hér sé læknalaust svo dögum skipti líkt og verið hefur undanfarið“.
Fram kom að fjöldi undirskrifta voru 523 talsins. Þar af voru það um 300 frá íbúum Grundarfjarðar, aðrar undirskriftir komu frá fólki víðs vegar af landinu.
Rætt um málefnið, fram kom að það sem af er þessu ári hafa 3 vikur verið án læknis í Grundarfirði, læknir í Ólafsvík sinnt vaktþjónustu, endurnýjun lyfseðla og annara samskipta þessar vikur. Mönnun til hausts er nú þegar orðin nokkuð trygg en ekki með föstum lækni.
Fundarmenn fjölluðu ítarlega um málefnið og læknisþjónustu almennt á svæðinu.
Samþykkt að kapp verði lagt á að sameina rekstur stöðvanna í Grundarfirði og Ólafsvík á þessu ári.
- Úrskurður HRN vegna kæru um þjónustu, lagt fram
Lagður fram úrskurður HRN frá 28. febrúar 2024 vegna kæru um vinnubrögð embættis landlæknis og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna samskipta stofnana við kæranda um heilbrigðisþjónustu sem mági kæranda var veitt á HVE á Akranesi á árinu 2022. Af kæru mátti ráða að kærandi krefðist þess að athugasemdum um aðbúnað mágs hans yrði svarað.
Kærunni var vísað frá ráðuneyti.
- Beiðnir um samstarf lögreglustjóranna á Norðurlandi vestra og Vesturlandi
Lagðar fram beiðnir um samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa.
JFJ fjallaði um málið.
Samþykkt að HVE verði aðili að samstarfssamningi.
- Lyfjamál í Flatey- svar lyfjanefndar HVE mars 2024, lagt fram
Lagt fram svar Lyfjanefndar HVE vegna erindis í nafni Framfarafélags Flateyjar, þar sem farið er fram á að HVE útvegi ákveðin lyf til að hafa til taks í eyjunni ef að upp koma veikindi eða slys.
Niðurstaða Lyfjanefndar HVE er að ekki er hægt að heimila umbeðin lyfjaforða í Flatey.
Fram kom að málsaðilum hafi verið bent á að vera í sambandi við Lyfjastofnun um mögulegar lyfjakistur svipaðar þeim sem eru í skipum sem dæmi.
- Mannauðsmál.
Kompás.
SÞS sagði frá samskiptum sínum við Kompás um mögulega innleiðingu. Málið er í vinnslu.
Gæða og öryggisstjóri.
Fjallað um auglýsingu á stöðu gæða- og öryggisstjóra hjá HVE. Umræða var um hvort auglýsa eigi eftir gæðastjóra þó staðan sem slík komi einnig að öryggismálum.
Samþykkt að auglýsa eftir gæðastjóra hið fyrsta í fullt starf. Starfslýsing og hæfniskröfur eru í mótun.
Skurðstofa.
Rætt um auglýsingu eftir svæfingahjúkrunarfræðingum.
Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar.
Auglýst verður eftir deildarstjóra heilbrigðisgagnadeildar. Skoða þarf mönnunarheimildir deildarinnar í þessu samhengi.
Moodup kynning í Stykkishólmi.
SÞS fjallað um kynningu á starfsánægjukönnun með stjórnendum í Stykkishólmi.
Sagði svo frá því að fyrirhugaður væri sambærilegur fundir á Hvammstanga.
Geðheilsuteymið á Akranesi.
SÞS ræddi um geðheilsuteymið, en fram kom að nú hefur sálfræðingur þar óskað eftir því að minnka við sig viðveru, úr 70% stöðu í um 50%. Vinna er í gangi um málið.
Fagráð.
Fagráðið óskað eftir því að sett verði út könnun til stjórnenda þar sem óskað er eftir tillögum að efni eða fræðslu á fræðsludegi HVE. Fram kom að könnunin hafi nú þegar farið út í gegnum Moodup.
Sjúkraflutningar á Akranesi.
Rætt um starfsmannamálefni.
Þá sagði SES frá fundi með Vincent, yfirmanni utanspítalaþjónustu á landinu í síðustu viku.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:55.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.